Takið frá laugardaginn 19. febrúar

Á fundi sínum í gær, 3. febrúar, samþykkti bæjarráð Grundarfjarðar að efna til opins samráðsfundar (íbúaþings) um skipulagsmál og fleiri tengd efni og verður fundurinn haldinn laugardaginn 19. febrúar n.k.  Til hefur staðið að halda opinn fund til að fá svarað ákveðnum spurningum sem lúta að skipulagi og þróun byggðar í bæjarfélaginu og var ákveðið að fá Ráðgjafarfyrirtækið ALTA hf. til að undirbúa og stýra fundinum, þar sem leitað verður eftir sjónarmiðum íbúanna og framtíðarsýn um uppbyggingu og skipulag bæjarins. Meira um þetta síðar.   Takið því frá laugardaginn 19. febrúar n.k. fyrir skemmtilega umræðu og þátttöku í að móta framtíðina okkar.

40. þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

40. þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar var haldið laugardaginn 29. janúar sl. Blótið tókst vel og var mikil stemming meðal gesta. Þorramaturinn kom frá Veislunni á Seltjarnarnesi og hljómsveitin Swiss lék fyrir dansi. Í þorranefndinni þetta árið voru Ella og Kiddi Jóhanna og Gunnar, María og Árni, Jóna og Smári, Fjóla og Jói, Anna og Steini, Eygló og Addi og Fríða og Gummi. Þorrablótsnefndin 2005

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í janúar 2005

Í töflunni hér að neðan má sjá landaðan afla eftir tegundum í janúar 2005 í samanburði við landaðan afla í janúar 2004. Heildarafli í janúar 2005 voru 1.671 tonn samanborið við 1.248 tonn á sama tíma í fyrra. Þess má geta að sl. janúarmánuður er stærsti janúarmánuður í aflatölum hingað til. Undanfarin ár hefur landaður afli í janúar verið í kringum 1.000 tonn.   Tegundir 2005 2004 Þorskur 436.460 301.477  kg Ýsa 288.504 215.866  kg Karfi 34.598 8.967  kg Steinbítur 167.126 47.630  kg Ufsi 31.523 8.582  kg Beitukóngur 29.875 0  kg Rækja 0 0  kg Langa  2.061 1.730  kg Keila 727 2.153  kg Gámafiskur 650.668 631.939  kg Aðrar tegundir  29.696 29.849  kg 1.671.238 1.248.193  kg  

Þorrablót í kvöld.

Í kvöld er 40. þorrablót hjónaklúbbs Eyrarsveitar. Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl 20. Skemmtinefndin er búin að setja saman glæsilega dagskrá, leggja á borðin og skreyta húsið. Allt tilbúið fyrir frábært þorrablót. Góða skemmtun !   e.s. síðast þegar fréttist voru 10 miðar lausir

Reglur um úthlutun bæjarstjórnar Grundarfjarðar á byggðakvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest eftirfarandi reglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar um úthlutun byggðakvóta og hafa þær verið birtar á heimasíðu ráðuneytisins.  

Bókasafnið - Stærsta setustofan í bænum. Við eigum hana öll

Heimsóknum á Bókasafn Grundarfjarðar hefur fækkað síðustu tvö árin. Árið 2002 komu 1464 fullorðnir og 1352 börn á safnið eftir kl. 15 á daginn. 2004 hafði þeim fækkað niður í 1132 fullorðna og 798 börn. Þetta fólk fékk lánaðar um 8000 bækur og tímarit en það er fækkun um tæp 2 þús. Þetta er fyrir utan notkun nemenda og kennara.  

395 fréttir á grundarfjordur.is árið 2004

Á nýliðnu ári voru 395 fréttir skrifaðar hér á vef Grundarfjarðarbæjar, þar af tæpar 60 fréttir frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Þetta eru tæpar 8 fréttir að meðaltali í hverri viku og hefur því verið skrifuð meira en ein frétt á dag hvern virkan dag ársins.

Umferðarmál við Grunnskólann

Breytingar urðu á akstursleiðum við grunnskólann sl. haust en helstu breytingar voru þær að vegur fyrir framan var færður lítið eitt til vesturs og eins hafa bílastæði verið færð til eða afmörkuð að nýju.  Vegurinn fyrir framan skólann skiptist nú upp í tvær leiðir sem afmarkað er með steinum til bráðabirgða. Þeir sem aka upp Borgarbraut og eiga leið að íþóttamannvirkjum, tónlistarskóla eða Ölkelduvegi, aka nú veginn sem er vestan megin á planinu (hægra megin við steinana). Á meðfylgjandi yfirlitsmynd er þessi akstursleið merkt með grönnum pílum.    

Hvað er að gerast í sjónum

Stjórn Snæfells, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi hefur ákveðið að efna til opins fundar um sjávarútvegsmál. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 26. janúar kl 20:00.   Á fundinum sem er öllum opinn verða flutt stutt erindi (10-15mín), að þeim loknum verða leyfðar fyrirspurnir til frummælenda úr sal.    Fundarstjóri verður Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar   

Íslandsmótið innanhúss !

5.flokkur kvenna spilar á íslandsmótinu innanhúss í Ólafsvík laugardaginn 22 janúar.  Mótið átti að vera á síðasta sunnudag en var frestað því Reykjarvíkurliðin sá sér ekki fært að mæta vegna veðurs. Mótið hefst kl 14:15 og tekur um 2 tíma. Endilega mætið á pallana og hvetjið stelpurnar okkar áfram.