Sunnanhvassviðrið sem gengur nú yfir landið er farið að réna í Grundarfirði og þegar þetta er ritað, um 23-leytið, er meðalvindhraði kominn í 19 m/sek af SSA. Vindhraðinn var mestur um 26 m/sek milli 18 og 20 í kvöld og fór mest í um 34-36 m í hviðum (Grundarfj.) á sama tímabili. Töluverð úrkoma hefur fylgt lægðinni.