Sýning og þorrablót í Grunnskóla Grundarfjarðar

Sýning og þorrablót er hjá yngsta stiginu í grunnskólanum, 1.-4. bekk, í dag.  M.a. er boðið upp á þorramat, sýningu á gömlum munum og fatnaði. Karitas Anna Þórðardóttir, sýndi nemendum hvernig á að vinna með ull, spinna og kemba og nemendur fengu síðan að prófa sjálfir.   

Stjörnumessan í Ísland í bítið í fyrramálið

Fulltrúar „Vorgleðihópsins“ verða í viðtali og taka lagið í Ísland í bítið í fyrramálið. Ekki missa af því! 

Undirbúningur íbúaþings

  Í undirbúningi er að halda íbúaþing í Grundarfirði eins og sagt hefur verið frá hér á vefnum. Það er ráðgjafafyrirtækið ALTA sem hefur verið fengið til að stýra íbúaþinginu, sem mun fjalla um skipulagsmál og fjölskyldustefnu. Stýrihópur verkefnisins hefur tekið til starfa og miðvikudagskvöldið 8. febrúar héldu þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá ALTA kynningarfund með bæjarstjórn, nefndum og forstöðumönnum stofnana bæjarins. Frá kynningarfundi í Sögumiðstöð í gær

Útrás grundfirskrar gleði

Eins og kunnugt er stefnir galvaskur hópur tónlistarfólks frá Grundarfirði að því að leggja undir sig einn stærsta skemmtistað landsins, Broadway í Reykjavík, föstudagskvöldið 11. febrúar n.k. Þar verður boðið upp á grundfirska Stjörnumessu, tónlistarveislu matreidda af 12 manna hljómsveit og hvorki meira né minna en 27 söngvurum frá Grundarfirði.  

Breytingar á tannlæknaþjónustu á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar

Um áramótin kvaddi okkur Guðjón Valgeirsson tannlæknir, sem hefur þjónað hér í 20 ár. Hann mun hafa áfram stofu í Mosfellsbæ og geta viðskiptavinir hans sótt þjónustu þar á ferðum sínum til Reykjavíkur.  

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs og hitaveitunefndar, fyrri umræða 3ja ára fjárhagsáætlunar, deiliskipulag hafnarsvæðis, fyrirhugaður samráðsfundur með íbúum og framkvæmdir við sjóvörnauk annarra gagna til kynningar.   Bæjarstjóri 

Þorrablót og bolludagurinn á leikskólanum

  Þann 2. febrúar sl. var þorrablót í Leikskólanum Sólvöllum. Dagskrá blótsins hófst á skemmtun í Samkomuhúsinu þar sem börnin sungu og skemmtu foreldrum og öðrum gestum. Að skemmtuninni lokinni var haldið á leikskólann þar sem snæddur var þorramatur með öllu tilheyrandi. Börnin skemmtu sér vel og voru ánægð með daginn en þeim líkaði maturinn misvel!  

Af samstarfi Landsbankans og UMFG.

Landsbankinn í Grundarfirði og UMFG eru með samstarfssamning og það nýttu stelpurnar í 5.,4. og 3. fl í fótbolta sér. Þær lögðu 1000 kr inn á Sportklúbbs reikning sinn í Landsbankanum og fengu í staðinn íþróttatösku merkta UMFG, Landsbankanum nafninu sínu. Þetta eru góðar töskur sem eiga eftir að nýtast þeim vel á keppnisferðalögum.  

Sorphirða fellur niður í dag

Sorphirða fellu niður í dag vegna þess að sorpmóttökustöðin í Fíflholtum er lokuð vegna veðurs. Sorpið verður hirt í fyrramálið.   Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Af veðri

Sunnanhvassviðrið sem gengur nú yfir landið er farið að réna í Grundarfirði og þegar þetta er ritað, um 23-leytið, er meðalvindhraði kominn í 19 m/sek af SSA. Vindhraðinn var mestur um 26 m/sek milli 18 og 20 í kvöld og fór mest í um 34-36 m í hviðum (Grundarfj.) á sama tímabili. Töluverð úrkoma hefur fylgt lægðinni.