Í síðasta mánuði var landað 966 tonnum af fiski í Grundarfjarðarhöfn. Landað var 258 tonnum af þorski, 123 tonnum af ýsu, 134 tonnum af gullkarfa, 50 tonnum af ufsa og 275 tonn fóru í gáma til útflutnings. Gámafiskurinn er ekki sundurliðaður.
Afli í einstökum tegundum, þ.e. þorsk og gámafisk er mjög áþekkur því sem var á sama tíma í fyrra, en hörpudiskurinn hefur alveg horfið. Hörpudiskaaflinn var 286 tonn í sept í fyrra, en enginn núna. Ýsuaflinn er þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra, en aflinn í gullkarfa nærri tvöfaldast. Hafin er veiði og vinnsla á beitukóng í Grundarfirði og var landað samtals 63 tonnum af beitukóng í september.