Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 19. febrúar 2014, kl. 13:30 - 16:30.
Fyrirlestrar og umræður verða um einkenni þolenda kynferðisbrots, skaðlega kynhegðun barna og klám, rannsóknir kynferðisbrota og annarra brota gegn börnum, réttindi barna og fræðsluefni fyrir kennara, börn og foreldra. Fyrirlestrar eru fluttir af fagfólki sem hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum, það stýrir jafnframt umræðum með þátttakendum. Allir eru velkomnir og er starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsstarfs, heilsugæslu, barnaverndarmála og félagsþjónustu auk löggæslu og sveitarstjórna sérstaklega hvatt til að mæta.