Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, varði deginum í Grundarfirði í gær en hann er afar áhugasamur um tengsl bæjarins við vinabæinn, Paimpol í Frakklandi. Sendiherrann heimsótti fiskvinnslufyrirtækið G.Run sem flytur megnið af sínum afla til Frakklands, borðaði hádegisverð á Bjargarsteini, skoðaði Grundarkamp og fékk kynningu á samskiptum Grundfirðinga og Frakka í fortíð og nútíð, sem og framtíðarplön um heimsóknir milli vinabæjanna tveggja.