- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Breytingar urðu á akstursleiðum við grunnskólann sl. haust en helstu breytingar voru þær að vegur fyrir framan var færður lítið eitt til vesturs og eins hafa bílastæði verið færð til eða afmörkuð að nýju. Vegurinn fyrir framan skólann skiptist nú upp í tvær leiðir sem afmarkað er með steinum til bráðabirgða.
Þeir sem aka upp Borgarbraut og eiga leið að íþóttamannvirkjum, tónlistarskóla eða Ölkelduvegi, aka nú veginn sem er vestan megin á planinu (hægra megin við steinana). Á meðfylgjandi yfirlitsmynd er þessi akstursleið merkt með grönnum pílum.
Þeir hinsvegar sem aka upp Borgarbraut með skólabörn í grunnskólann, aka veginn sem er austan megin á planinu (vinstra megin við steinana og næst grunnskólanum). Þessi vegur er einstefnuvegur og er aðeins leyfilegt að ekið sé frá norðri til suðurs. Á meðfylgjandi yfirlitsmynd er þessi akstursleið merkt með feitum pílum.
Hvort sem komið er frá Ölkelduvegi eða Borgarbraut, er ekið inn á þennan einstefnuveg sem næstur er grunnskólanum, staðnæmst við skólann og skólabörnum hleypt út, og haldið síðan beint áfram í suðurátt og farið þar inn á aðalgötuna aftur. Ekki má snúa við fyrir framan skólann og aka þannig aftur niður Borgarbraut, heldur aka upp einstefnugötuna eins og áður sagði.
Ökumenn bíla eru beðnir að virða þessar nýju reglur en það er forsenda fyrir að umferð gangi greiðlega fyrir sig.
Yfirlitsmynd af umferð við Grunnskólann
Jökull Helgason
Skipulags- og byggingarfulltrúi