Fiskiveislan vinsæla verður haldin laugardaginn 18. október. Öllum er heimilt að taka þátt í fiskiréttakeppninni. Þátttakendur þurfa aðeins að senda tölvupóst á info@northernwavefestival.com en einnig er hægt að hafa samband við okkur á facebook . Reynt verður að útvega keppendum það fiskhráefni sem það þarf í réttina, keppendur eru beðnir um að koma með gashitara með sér ef þeir vilja halda réttunum heitum. Allir keppendur fá armband og drykki að vild í fiskiveislunni. Í verðlaun eru tvö gjafabréf á Fisk/Grillmarkaðinn í smakkmatseðil þar sem hægt verður að prófa allt það besta af matseðlinum.