- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sorphirða
Í Grundarfirði er heimilissorp flokkað í fjórar tunnur. Græn tunna er fyrir pappír og pappa. Brún tunna er fyrir lífrænan úrgang, grá tunna fyrir almennt sorp og nýja tunnan (grá) er fyrir plast. Heimilissorp er sótt á hvert heimili, þar sem íbúar hafa búsetu og lögheimili, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Í dreifbýli eru grenndargámar fyrir almennt sorp, í Framsveit og útsveit, fyrir sumarhús og gesti.
Grenndarstöð innanbæjar ( við Kjörbúðina) þar sem tekið er við gleri og málmi.
Við Ártún 6 rekur Grundarfjarðarbær söfnunarstöð fyrir úrgang til endurvinnslu (gámastöðin).
Íslenska gámafélagið ehf. er verktaki og sér um sorphirðu í sveitarfélaginu, sem og rekstur gámastöðvar fyrir Grundarfjarðarbæ.
Gámastöð - móttaka sorps til flokkunar
Opnunartími móttökustöðvarinnar í Grundarfirði er mánudaga og fimmtudaga kl 16:30-18 og á laugardögum er opið kl 12:00-14:00.
Sjá hér frétt á vef bæjarins 20. september 2024, um breytingar í sorpmálum
Sjá hér bækling sem borinn var í hús í september 2024.
Leiðbeiningar á öðrum tungumálum má finna hér.
Íslenska gámafélagið - nýr samningur um sorphirðu, september 2024