Sjávarútvegráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grundarfjarðarbæ, Fjarðabyggð, Strandabyggð, Norðurþing, Grímseyjarhrepp, Seyðisfirði og Vopnafjarðarhrepp sbr. meðfylgjandi skjal. Auk byggðakvóta ofangreindra sveitarfélaga sem úthlutað verður samkvæmt sérstökum skilyrðum er hér auglýst úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins Ölfus. Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessara sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 11. júlí nk.
Auglýsing um staðfestingu sérreglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.