AÐGERÐAÁÆTLUN GRUNDARFJARÐARBÆJARAðgerðaáætlun Grundarfjarðarbæjar er lögð fram til þess að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Minnkandi tekjur bæjarsjóðs, aukinn kostnaður og fjöldi vísbendinga um þrengingar í fjármálum sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila, kalla á skýr skilaboð um meginlínur og markmið í viðbrögðum Grundarfjarðarbæjar. Þær áherslur sem hér eru kynntar munu endurspeglast í fjárhagsáætlanagerð stofnanna og fyrirtækja bæjarins.
Meginmarkmið Grundarfjarðarbæjar við þær aðstæður, sem nú eru uppi, er ábyrg fjármálastjórn, stöðugleiki í rekstri og trygging grunnþjónustu fyrir íbúa.
Samkomulag hefur náðst milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um þær megináherslur sem hér eru kynntar, enda telur bæjarstjórn nauðsynlegt að starfa náið saman við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Sátt er um eftirfarandi áherslur og verkefni: