Starfsfólk óskast í áhaldahús

Starfsfólk óskast í áhaldahús bæjarins sem fyrst. Um er að ræða störf fram í miðjan ágúst. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni.   Skrifstofustjóri

Klæðning lögð á Hrannarstíg

Hrannarstígur, frá Grundargötu að Fossahlíð, verður lokaður fram eftir degi á laugardag vegna lagningar bundins slitlags.  

Vatnslaust vegna tenginga

Vatnslaust verður á utanverðri Grundargötu, vestan Sæbóls, á morgun laugardag milli kl. 8-12 vegna tenginga.

Borgarnesmótið í fótbolta

Þá er hinu árlega Borgarnesmóti í fótbolta lokið. Grundfirðingar fóru með 4 lið: 2 kvennalið, annað í 5. flokki og hitt í 4. flokki. Og svo 1 lið í 6. flokki og 1 í 7. flokki.   Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og sérstaklega á laugardeginum þegar veðrið var hreint ömurlegt, grenjandi rigning og rok. En þau létu það auðvitað ekki á sig fá og spiluðu leikina sína vel.  

Byggðakvóti

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að sækja um byggðakvóta til sjávarútvegsráðuneytisins skv. auglýsingu ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta 2005.   Sveitarstjórnir eru umsóknaraðilar fyrir byggðarlögin innan sveitarstjórnarumdæmanna og annast samskipti við ráðuneytið vegna úthlutunarinnar.  

Á góðri stund í Grundarfirði

Á góðri stund í Grundarfirði, okkar árlega bæjarhátíð, verður nú haldin í 8. sinn dagana 22.- 24. júlí nk. Uppsetning dagskrárliða verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó alltaf sé um einhverjar breytingar milli ára.  

Færeyskir dagar í Ólafsvík

Færeyskir dagar hafa verið haldnir í Ólafsvík síðan 1998 og verður dagskráin sífellt fjölbreyttari. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á vefsíðu Snæfellsbæjar er löngu ákveðið að ávallt skuli vera sól á færeyskum dögum.   Dagskrá hátíðarinnar

Sýning tileinkuð veðurathugunum

Laugardaginn 2. júlí 2005, kl. 14.00 opnar sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi tileinkuð samfelldum veðurathugunum á Íslandi í 160 ár. Magnús Jónsson veðurstofustjóri  opnar sýninguna og þá verða einnig vígð 19. aldar útihitamælir og úrkomumælir sem Veðurstofa Íslands hefur sett upp við Norska húsið. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst 2005.   

Sundlaugin lokuð til 15:30 í dag

Sundlaugin verður lokuð í dag til kl. 15:30 af óviðráðanlegum orsökum.  

Sundlaugin lokuð á laugardag

Af óviðráðanlegum orsökum verður sundlaugin lokuð á laugardag. Opið á sunnudag kl. 12:15-18.