Í mars var boðið upp á danskennslu fyrir alla árganga í Grunnskóla Grundarfjarðar og tókst hún mjög vel í alla staði . Tilvera styrkti verkefnið að hluta en fyrir allnokkrum árum tóku nokkrir foreldrar í bænum sig saman og stofnuðu hóp sem sem hafði það verkefni að styrkja fræðslu og forvarnir fyrir unglinga í Grundarfirði. Fjölmargir aðilar komu að þessu verkefni með góðum árangri og má þar nefna, sálfræðinga, lækna, þjóna, hjúkrunarfræðinga, lögreglu, hársnyrta og snyrtifræðinga, danskennara, félags- og námsráðgjafa og forvarnarfulltrúa. Foreldra unnu ötullega og voru vakandi yfir velferð unglinganna okkar. Fór svo að hópurinn fékk foreldraverðlaun Heimilis og skóla.