Bókasafn Grundarfjarðar
Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14:00-16:00 á veturna og 14:00-17:00 á sumrin.
Stafrænt bókasafnskort í símann þinn.
Starfsemi
Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur (og öll hin): Barnabækurnar eru allt í kringum sófana og gott útsýni yfir miðbæinn og Framsveitina. Hægt er að kíkja við í Bæringsstofu eða setjast inn í salinn þegar ekki er dagskrá í gangi.
Safnkostur Bókasafns Grundarfjarðar (og grunnskólans) telur nú rúmlega 25 þúsund bindi og er staðsettur á þremur stöðum, á bókasafninu, bókageymslu og í grunnskólanum.
Skilaboð með ábendingu um skiladag berast notendum nokkrum dögum fyrir áætlaðan skiladag og ef svarað er berst svarpóstur beint til Bókasafns Grundarfjarðar. Hægt að framlengja lánin.
Bókageymslan er í kjallara að að Grundargötu 30.
Rétt er að minna á
Rafbókasafnið sem er sameiginlegt rafbóka- og hljóðbókasafn almenningsbókasafna á Íslandi. Gilt árskort með notandanafni (kortnúmeri) og lykilorði veitir aðgang. Fáið hvortveggja uppgefið á bókasafninu eða prófið leiðbeiningar hjá
Borgarbókasafninu. Í Grundarfirði er ekki greitt árgjald.
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum.
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum og háskólastúdentar eru hvattir til að leita til bókasafnsins eftir þörfum.
Millisafnalán - upplýsingaleit, tilsögn og upplýsingar um vinnuaðstöðu.
_____________________________________________________
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála er Lára Lind Jakobsdóttir.
Starfsmaður skólabókasafns er G. Lilja Magnúsdóttir.
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.
Bókasafnið á Facebook
Skólabókasafnið á Facebook
Uppfært í júlí 2024.