Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl 2016 er safna- og sýningadagur á snæfellsnesi. Snæfellingar allir eru hvattir til að skoða þann mikilvæga hluta menningararfs okkar sem geymdur er í söfnum og sýningum.
Hér í Grundarfirði verður Sögustofa Inga Hans opin að Læk, Sæbóli 13, auk þess sem Sögumiðstöðin verður opin og þar verður sýnd myndin Svartihnjúkur - stríðssaga úr Eyrarsveit kl 14 og 16 í Bæringsstofu.
Allir eru velkomnir á söfn og sýningar á Snæfellsnesi á sumardaginn fyrsta og er aðgangur ókeypis!