Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða ca. 4 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til 7. október nk.
Sækja um ræstingastarf
Kómedíuleikhúsið verður á ferðinni í Grundarfirði, fimmtudaginn 3. október. Að þessu sinni verður boðið upp á tvær sýningar.
Fyrri sýningin, Búkolla, hefst kl. 16:30.
Seinni sýningin, Sigvaldi Kaldalóns, hefst kl. 20:00
Heimili og skóli, - landssamtök foreldra, SAFT og Vímulaus Æska - Foreldrahús vekja athygli á fræðslufundum fyrir foreldra sem haldnir verða í næstu viku víðsvegar um landið.
Fundur verður haldin í Grundarfirði 10. október.
Hér má sjá nánari auglýsingu.
Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á
Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 11. október n.k
Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,
í síma 432 1350
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2014.
Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.
Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2014 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is
Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 11. október 2013.
Íslenska Gámafélagið auglýsir eftir hressum krökkum til að aðstoða við að taka rusl á þriðjudögum eftir skóla.
Upplýsingar gefur Ólafur Ingi í síma 840-5727.