Breytt útgáfa reikninga hjá Grundarfjarðarbæ

Fyrr á árinu var boðuð breyting á útgáfu reikninga hjá Grundarfjarðarbæ. Frá og með júlímánuði mun Grundarfjarðarbær ekki senda út greiðsluseðla til einstaklinga fædda eftir 1950. Áfram verða sendir greiðsluseðlar til fyrirtækja. Framangreindar breytingar á fyrirkomulagi mun ekki vera tekið upp hjá áhaldahúsi og  Grundarfjarðarhöfn að svo stöddu. Reikninga má nálgast í heimabönkum. Ekki hafa verið sendir rafrænir reikningar vegna fasteignagjalda. Þar sem útsendir álagningarseðlarteljast birting þeirra.

Losun á brúnu tunnunum.

Í dag þriðjudag, verður fyrsta losun á brúnu tunnunni. Þriðjudaginn 5. júlí verður gráa tunnan losuð en græna tunnan þann 19. júlí. Sorphirðudagatalið má finna hér hægra megin á forsíðu heimasíðunnar.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til afmælis

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til tíu ára afmælishátíðar þann 28. júní n.k. Afmælishátíðin verður haldin í og við gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14:00 - 18:00. Sjá nánar auglýsingu.

Smíðavöllur

  Nú á mánudaginn hefst sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 1997-2005. Námskeiðið stendur til föstudags og er munu þátttakendur smíða kofa á besta stað í bænum. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið á bæjarskrifstofu, sem og önnur námskeið sem í boði eru. Fyrir þá sem ekki komast verður haldið annað smíðanámskeið í lok júlí.

Grundarfjarðarhöfn auglýsir útboð á verki við smábátahöfn

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpla, byggingu flotbryggju ásamt landgangi og uppsetningu.

17. júní - Þjóðhátíð í Grundarfirði.

Dagskrá 17. júní má sjá hér. 

Sundlaugin verður lokuð um stund

 Sundlaugin verður lokuð í dag frá klukkan 10:00 til 13:00 vegna viðhalds.

Dreifing endurvinnslutunna

Byrjað er að dreifa grænu og brúnu tunnunum. Bæjarbúar eru hvattir til að koma þeim í var. Ef þörf er á fleiri tunnum eða vilji til að fækka tunnum. Er hægt að hafa samband við Ingibjörgu (Bibbu) í síma 840-5728.    

Bæjarstjórnarfundur

138. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 14. júní 2011, kl. 10:00 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer. 

Umsækjendur um starf skrifstofustjóra

Umsóknarfrestur um starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar er runnin út. 14 sóttu um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka að umsóknarfresti liðnum.