Langar þig í nám?

Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla.    Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.   Menntastoðir eru fjarnám er 2 annir, og hefst með staðlotu föstudaginn 21.september í Borgarnesi.   

Tímatafla UMFG.

Búið er að gefa út tímatöflu UMFG í íþróttahúsinu fyrir veturinn 2012 - 2013. Hana má nálgast hér á heimasíðunni undir "íþróttir". Tímatafla UMFG.   

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá mánudaginn 3. september.   Skólastjóri.  

Hlutastörf í íþróttahúsi og grunnskóla

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir starfskrafti í tvö hlutastörf, annars vegar baðvörð í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar og hins vegar starfsmann  í þrif við Grunnskóla Grundarfjarðar sem vinnur jafnframt sem baðvörður í kvennaklefa Íþróttahúss Grundarfjarðar.  

Ábending til hundaeigenda

Hundaeigendur eru hvattir til að hirða upp skít eftir hundana sína. Kemur þessi ábending vegna þessa að hundaskítur var skilinn eftir á leikskólalóðinni.   Viljum við ítreka það að bannað er að vera með hunda á leikskólalóðinni.      

Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar, jarðstrengir milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur.

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum RARIK milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Sá hluti lagnarinnar, sem liggur um Grundarfjarðarbæ er um 12 km að lengd.   Lýsing og umhverfislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar og með auglýsingu í Jökli þann 14.06.2012 og engar athugasemdir bárust. Haldinn verður kynningarfundur um tillögu breytingar aðalskipulags og umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar þann 28. ágúst 2012 kl. 12:00 – 14:00 Gert er ráð fyrir að breytingin verði síðan auglýst í samræmi við 36. grein skipulagslaga. Þeir sem vilja gera athugasemdir á þessu stigi skili athugasemdum á fundinum eða sendi netpóst til Skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 31. ágúst 2012.   Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðar.  

Opnunartími sundlaugar á morgnana!

Meðan á skólasundi stendur verður Sundlaug Grundarfjarðar opin á morgnana alla virka daga kl. 7:00-8:00. Lokað er um helgar. Sundlaugin verður opin á þessum tíma frá og með fimmtudeginum 23. ágúst.  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  6. september n.k.   Tekið er á móti  tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350  

Forskóli Tónlistarskólans

Nemendum 1.-2.bekkjar gefst nú kostur á að skrá sig í Tónlistarskólann í sérstakan forskóla sem er undirbúningur fyrir frekara tónlistarnám.  Eins og kunnugt er geta síðan nemendur hafið eiginlegt tónlistarnám við 8 ára aldur (3.bekk). Vert er að taka fram að forskólinn er foreldrum að kostnaðarlausu.             Í forskólanum munu nemendur fá fjölbreytta kynningu á ýmsum hljóðfærum og tónlist úr ýmsum áttum auk þess sem áhersla verður lögð á söng, leiki, hrynmynstur og grunnskilning á helstu hugtökum byrjenda í tónlistarnámi.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Opið í vetur: Bókasafnið er opið kl. 15 - 18, mánudaga til fimmtudaga. Fjarnemar hafa getað nýtt sér bókasafnið og millisafnalán á ítarefni undanfarin mörg ár. Aðstoð við leitir og val á heimilidum. Barnafólk má vera duglegra að koma með börnin sín. Lengi býr að fyrstu gerð. Sögustóll í barnahorni bókasafnsins. Gögn sem bókasafnið 'lánar' er ekki bara í hillunum. Við sækjum efni á vefinn eftir þörfum. Önnur upplýsingaþjónusta.                Verið velkomin.