Pílagrímsgangan á Jónsmessunótt

Sl. föstudagskvöld hófst pílagrímsganga á Jónsmessunótt með messu í Setbergskirkju þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari og Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræðingur predikaði.  Organisti í messunni var Jóhanna Guðmundsdóttir og kórsöngurinn var í höndum safnaðar.  Að lokinni ljúfri stund í Setbergskirkju kvaddi séra Elínborg hvert og eitt safnaðarbarn með fararblessun.   

Rafmagnstruflanir

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK má búast við rafmagnstruflunum fram eftir degi í dag. 

Haferni bjargað

Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Hlíðarvegi 14 í Grundarfirði, varð fyrir þeirri skemmtilegu og óvæntu reynslu í gærkvöldi að horfa upp á haförn steypast af flugi ofan í sjóinn við bæinn Háls í Eyrarsveit.  Sigurbjörg fangaði örninn og vafði úlpu sinni utan um hann til að verjast ágangi fuglsins, en hann var illa á sig kominn og allur ataður grút. Í sömu andrá var Valgeir Magnússon verkstjóri áhaldahússins í Grundarfirði á ferð þar hjá og kom Sigurbjörgu til aðstoðar.  

Blönduósmótið!

Það voru þreyttir, glaðir og sólbrenndir keppendur og foreldrar sem komu heim af Smábæjarleikunum á Blönduósi. UMFG mætti með 6 lið til keppni og komu öll liðin heim með bikar að móti loknu.  7. fl, 6. fl ka og 5. fl fengu öll gull í B úrslitum. 6.fl kvenna varð í 3. sæti. 4. fl kvenna fékk gull og 4.fl karla varð í þriðja sæti. Þetta var frábær helgi og mikið af foreldrum sem að mættu með börnum sínum á mótið. Lið UMFG voru til fyrirmyndar hvar sem þau komu og voru krakkarnir glæsilegir í nýju vindjökkunum.    

Listahátíðin Berserkur - ung frjáls orka

Dagana 24.-28.júlí verða starfræktar listasmiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára á Snæfellsnesi. Í boði verða skemmtilegar og fjölbreyttar smiðjur ásamt annarskonar uppákomum. Þær smiðjur sem í boði verða eru: Art-Craft Tónlistarsmiðja Stuttmyndasmiðja Leiklistarsmiðja/Götuleikhús Skartgripagerð Hljómsveitarsmiðja

Á sagnaslóð með Inga Hans

Sunnudaginn 2. júlí næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu undir leiðsögn Inga Hans.  Gengið verður um fornar byggðir við innanverðan Búlandshöfða. Lagt verður af stað frá Sögumiðstöðinni kl. 15.  Þátttakendur aka síðan á eigin bílum að Búlandshöfða.  Gangan tekur um 2 klst. og kostar kr. 500 fyrir fullorðna, en er frítt fyrir börn.  Nánari upplýsingar og skráning í síma 438 1881.  

Útkall

Áhugafólk um vinarbæjartengsl Grundarfjarðar og Paimpol. Sunnudaginn 9. júlí eigum við von á á annað hundrað manns í tengslum við siglingakeppnina Skippers d'Islande.    Okkur vantar margvíslega hjálp vegna móttöku siglingakeppninnar.  

Rétt svar við spurningu vikunnar.

Mjólkursamlagið í Grundarfirði var lagt niður þann 28. febrúar 1974. Að þessu sinni tóku 71 manns þátt en 28 voru með rétt svar eða 39,4%. 

Siglingakeppnin Skippers d'Islande hefst í dag

Eftirfarandi frétt birtist á www.mbl.is í dag 24. júní:   SIGLINGAR franskra sjómanna á Íslandsmið forðum verða ofarlega í huga manna í hafnarbænum Paimpol á Bretaníuskaga í dag, en þá hefst þar siglingakeppni sem skírskotar til fiskveiða á frönskum gólettum við Ísland á 18., 19. og framan af 20. öld. Nítján skútur leggja þá upp í keppnina Skippers d'Islande. Tómas Ingi Olrich sendiherra í París ræsir skúturnar af stað. Tvær aldnar gólettur, sömu gerðar og skútur sem sigldu til Íslandsveiða frá Paimpol, verða í höfninni við upphaf keppninnar, en þær notar franski flotinn sem skólaskip.

Landfylling við höfnina

Vinna við landfyllingu við höfnina gengur vel. Sanddæluskipið Perla er nú að dæla um 30 þúsund rúmmetrum af efni í landfyllinguna. Gert er ráð fyrir að skipið verði hér eitthvað fram í næstu viku við dælingu.   Perla í Grundarfjarðarhöfn