Eftirfarandi frétt birtist á www.mbl.is í dag 24. júní:
SIGLINGAR franskra sjómanna á Íslandsmið forðum verða ofarlega í huga manna í hafnarbænum Paimpol á Bretaníuskaga í dag, en þá hefst þar siglingakeppni sem skírskotar til fiskveiða á frönskum gólettum við Ísland á 18., 19. og framan af 20. öld. Nítján skútur leggja þá upp í keppnina Skippers d'Islande. Tómas Ingi Olrich sendiherra í París ræsir skúturnar af stað. Tvær aldnar gólettur, sömu gerðar og skútur sem sigldu til Íslandsveiða frá Paimpol, verða í höfninni við upphaf keppninnar, en þær notar franski flotinn sem skólaskip.