Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvað eru landtöku-byggðir?
Og hvernig er að búa í tjaldi? Sigríður Víðis Jónsdóttir fjallar um málefni Palestínu, stofnun Ísraelsríkis, vegatálma á Vesturbakkanum og sýnir myndir af vettvangi.
Hún svarar spurningum og les upp úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert, sem fjallar um palestínsku flóttakonurnar á Akranesi sem fengu hæli á Íslandi haustið 2008. Sigríður er fædd á Akranesi 1979.