Í Kastljósþætti RÚV í kvöld, 4. janúar, var dregið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna 2005 - Gettu betur.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýr keppandi í þessari vinsælu keppni og dróst hann á móti Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Undirrituð hefur haft það fyrir venju við undangengin áramót að rifja upp það sem helst bar til tíðinda í starfsemi og verkefnum bæjarfélagsins á liðnu ári – sem og ýmis önnur hagsmunamál sem snert hafa bæjarbúa.
Árið 2004 var viðburðaríkt fyrir Grundfirðinga.