Kór Neskirkju heimsækir Grundarfjörð og heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju föstudagskvöldið 3. júní kl. 20:30.
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Flutt verða sumarleg sönglög, íslensk þjóðlög, sálmar og ættjarðarlög í bland við nokkur erlend tónverk. Af verkum íslenskra tónskálda á efnisskránni má nefna tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Inga T. Lárusson og KK. Af erlendum tónskáldum má nefna John Bennett, Anton Bruckner, R. Nathaniel Dett og Nathan Hall. Saman syngja kórar Neskirkju og Grundarfjarðarkirkju nokkur lög. Stjórnandi Kórs Neskirku er Steingrímur Þórhallsson.
Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.