Sýningin er byggð á sögunni af Axlar-Birni og sækist eftir að nýta sér leikhúsformið til fulls til að segja sögu morðingjans. Áhorfendur taka virkann þátt í sýningunni sem er allt í senn blóðbað, sögustund með raðmorðingja og karíókíkvöld.
Í þessari sýningu er saga morðingjans sögð út frá hans sjónarhorni og lítur Björn og þessa kvöldstund í leikhúsinu sem sína eigin syndaaflaus. Góðir Hálsar fékk frábærar viðtökur í ágúst þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars 4 stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðins.