,,Bestu fundirnir eru oft þeir sem ekki eru haldnir”, segir einhvers staðar í stjórnunarfræðum og er með því vísað til þess að oft sé gott að sleppa við að halda fundi og afgreiða mál eftir öðrum og skjótvirkari leiðum.
Á vegum bæjarstjórnar og -starfsmanna er oft töluvert um fundi, eðli málsins skv. þar sem margir aðilar koma oft að málum og ekki er hægt að afgreiða málefni með eins manns ákvörðun. Samráð og samstarf gjarnan nauðsynlegt, fyrir utan að vera lögbundið í sumum tilvikum.