Sundlaugin lokuð um helgina

Af óviðráðanlegum orsökum verður sundlaugin lokuð laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október nk.

Dansskóli Jóns Péturs og Köru í Grundarfirði

Þessa dagana er dansskóli Jóns Péturs og Köru með Dansnámskeið í Grundarfirði. Námskeiðið hófst í gær, fimmtudag, og stendur fram á föstudaginn 6. október og lýkur með danssýningu fyrir foreldra og aðra gesti. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur verið með námskeið í Grundarfirði í mörg ár við mjög góðar undirtektir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar tveir elstu árgangar leikskólans voru að æfa sporin.   Kara danskennari og leikskólabörn fædd 2001 og 2002   Sjá fleiri myndir hér.

Ljósmyndasamkeppnin Mannlíf og umhverfi Grundarfjarðarbæjar á Rökkurdögum

Á vegum Rökkurdaga er að hefjast ljósmyndasamkeppnin Mannlíf og umhverfi Grundarfjarðarbæjar.  Öllum er heimil þátttaka og er vonast til þess að sem flestir taki þátt í keppninni og sendi inn bæði nýjar og gamlar ljósmyndir af mannlífii og/eða umhverfi Grundarfjarðarbæjar. Myndirnar verða svo til sýnis á Rökkurdögum.

Vika símenntunar á bókasafninu

24.-30. september er vika símenntunar sem er kynningar- og hvatningarátak með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi menntunar og þess að ávalt er hægt að bæta við sig þekkingu.  Kíkið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað boðið er upp á s.s. rafræn gagnasöfn, upplýsingaþjónustu, aðstoð við heimildaleitir og útlán. Heitt á könnunni.

TAKTU ÞÁTT

Þann 28. september n.k. verður haldinn forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins með unglingadeildir undir slagorðinu TAKTU ÞÁTT! Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu forvarnardagsins.

Blóðbankabíllinn á ferðinni

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Esso skálann, miðvikudaginn 20. september frá kl. 10.00 - 13.00. Allir velkomnir. 

Göngur og réttir

Á morgun laugardag verða göngur í Eyrarsveit. Réttað verður að Hömrum og Mýrum að göngum loknum.  

Töf á Vikublaðinu Þey

Töf verður á útgáfu Vikublaðsins Þeys.  Reynt verður að dreifa blaðinu síðar í dag eða í síðasta lagi á morgun, föstudag.  

Kveldúlfur

Fundur verður haldinn í Eyrbyggju-sögumiðstöð, fimmtudagskvöldið 14. september, kl. 20.30. Til umræðu verður hin sígilda kafbáta-spennumynd Das Boot frá árinu 1981 eftir Wolfgang Petersen.    

Skólastarf í Grunnskóla Grundarfjarðar

Í Grunnskóla Grundarfjarðar eru nú 175 nemendur í 10 bekkjardeildum en stærri hópum er skipt eftir þörfum. Alls 34 starfsmenn starfa við skólann í vetur, 22 kennarar og 12 aðrir starfsmenn (s.s. stuðningsfulltrúar, skólaliðar, ritari, þroskaþjálfi, starfsmaður bókasafns og skólastjóri). Þann 1. nóvember nk. byrjar starfsdeild fyrir nemendur í 9.-10. bekk. Þar verða nemendur sem hneigjast fremur til verknáms en bóknáms en ákveðnar forsendur þurfa að liggja fyrir til þess að fá aðgang að starfsdeild.