Frétt á heimasíðu Skessuhorns:
“Við héldum nokkra samráðsfundi fyrir jól í kjölfarið á úttekt sem gerð var á starfsemi skólans síðastliðin þrjú ár,” segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fundirnir voru þrír talsins og haldnir með íbúum á svæðinu, sveitarstjórnarmönnum, foreldrum, nemendum, skólanefndarmönnum og starfsfólki skólans svo dæmi séu tekin. Þeir voru liður í því að marka stefnu skólans til framtíðar og ræða hvort og hvernig hann gæti verið leiðandi í starfi sínu.