Gámastöðin

Gámastöðin verður lokuð um verslunarmannahelgina og á mánudaginn 4.ágúst, frídag verslunarmanna.  

Á góðri stund í Grundarfirði

Síðastliðna helgi var hátíðin ,,Á góðri stund í Grundarfirði” haldin með glæsibrag. Veðrið var mjög gott fyrir utan örlitla vætu á föstudeginum. Áætlað er að um 3000 gestir hafi lagt leið sína til Grundarfjarðar þessa helgi enda fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að vanda. Hátíðin var að flestra mati mjög vel heppnuð og fólk því mjög ánægt með helgina. Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar eru færðar þakkir fyrir.   Góða verslunarmannahelgi!  

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Columbus kemur til hafnar hér í Grundarfirði í fyrramálið. Skipið hafði ekki tilkynnt komu sína hingað fyrr en nýverið. Stoppað verður frekar stutt, en áætlaður komutími er kl. 08:00 og brottför kl. 14:00.

Nýtt símanúmer

Bæjarskrifstofa Grundarfjarðar hefur fengið nýtt símanúmer 430-8500. Fyrst um sinn verður faxnúmer óbreytt.

Aðalfundur 2003

Aðalfundur Eyrbyggja 26. júlí 2003  kl 17:00 á Hóteli Framnesi í Grundarfirði.   1.                  Ársskýrsla Formaður félagsins, Gísli Karel Halldórsson, lagði fram ársskýrslu þar sem gerð var grein fyrir því helsta í störfum félagsins.  Engar athugasemdir voru gerðar við skýrsluna og var hún samþykkt samhljóða.   2.                  Ársreikningur                       Gjaldkeri félagsins, Áshildur Elva Kristjánsdóttir, lagði fram ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir athugasemdalaust.  

Ársskýrsla 2002 - 2003

Skýrsla stjórnar.   Með þessum ársfundi lýkur fjórða starfsári Eyrbyggja. Síðasti ársfundur var ,,Á góðri stund í Grundarfirði” fyrir ári síðan. Í núverandi stjórn eru Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Orri Árnason, Ásthildur E. Kristjánsdóttir og fyrst Hrönn Harðardóttir og síðar Hrafnhildur Pálsdóttir sem leysti Hrönn af vegna anna.   Að venju hefur stjórnin fundað reglulega einu sinni í mánuði og á þessu starfsári völdum við  fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20. Mjög kröftugt starf var á síðasta ári hjá ýmsum vinnunefndum Eyrbyggja.  

Gámastöðin

Gámastöðin er opin í dag frá 16:30 til 18:00. Lokað laugardag, sunnudag og mánudag. 

Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Ocean Monarc kemur til hafnar hér í Grundarfirði í dag. Þetta er seinni koma skipsins, en það kom hingað þriðjudaginn 8.júlí sl. Skipið er mjög stórt og getur því ekki lagst upp að bryggju og því verða farþegar þess ferjaðir í land. Stoppið verður frekar stutt, en áætlaður komutími er kl. 12:00 og brottför kl. 19:00. Í tilefni komunnar verður knattspyrnuleikur á milli áhafnarinnar og liðs Grundfirðinga kl. 15:00.   Á sunnudaginn kemur til hafnar skemmtiferðaskiptið Hanseatic. Farþegar og áhöfn verða hvött til að taka þátt í dagskrá dagsins.  

Á góðri stund í Grundarfirði

Hátíðin “Á góðri stund í Grundarfirði” hefst í dag með afmælisdagskrá Bókasafns Grundarfjarðar kl: 15:00 í húsnæði bókasafnsins að Borgarbraut 16. Upplýsingar um þá dagskrá má sjá í bæjardagbókinni sl. mánudag.   Hin árlega grillveisla við Verslunina Tanga hefst kl: 16:00 og þar verður fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt því sem gestir fá að gæða sér á ýmsum kræsingum.   Upplýsingar um helstu viðburði má nálgast á heimasíðu Grundarfjarðar.   Dagskrá hátíðarinnar verður seld við þjóðveginn inn í bæinn. Einnig verður hægt að nálgast hana  hjá Versluninni Tanga og í sölutjaldi Ungmennafélagsins á hafnarsvæðinu. 

Eyrbyggja - Sögumiðstöð

Á næstkomandi föstudagkvöld verðurBæringsstofa, fyrsti áfanga Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar í Grundarfirði, að Grundargötu 35, formlega opnuð og eru gestir Á góðri stund velkomnir að líta inn og hlýða á fjölbreytta dagskrá um helgina.   Bæringsstofaverður fullkominn ráðstefnu- og bíósalur þar sem gert er ráð fyrir að sýna ljósmyndir Bærings Cecilssonar og annarra á tjaldi, auk kvikmynda í náinni framtíð. Salurinn er búinn nýjustu tækni til þessara hluta. Í salnum verða sæti fyrir um 40 gesti í upphækkuðum bíóstólum.