Bókasafnið - Lestur

Mikið er rætt um lestur barna og unglinga þessa dagana. Bókasafnið styður við lestur með framboði bóka og tímarita. Lesið fyrir börnin fram eftir aldri og gerið heimsókn á bókasafnið að reglulegum viðburði í fjölskyldunni. Foreldrar! Virkjum afa, ömmur, frændur og frænkur. Kíkið á nokkrar myndir af nýlegum eða athyglisverðum bókum.     OPIÐ     Lestur.is      Rafbækur  MYNDIR   Lestur Þrautir   Hljóð- bækur   Hljóðbækur eða aðstoð við að finna þær fyrir þá sem ekki treysta sér til að lesa. Verið velkomin. Sunna.  

Sundlaugin opin lengur

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma sundlaugarinnar til 14. október en áður hafði verið ákveðið að hún lokaði 30. september.   Daglegur opnunartími verður óbreyttur, þ.e. kl. 7-8:30 mánudaga-föstudaga.

Bæjarstjórnarfundur

140. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 29. september 2011, kl. 16:30. Um er að ræða aukafund.   Dagskrá fundarins: 1. Fundargerð hafnarstjórnar. 2. Samþykkt um hundahald í Grundarfjarðarbæ. 3. Kjör fulltrúa á aðalfund SSV. 

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.

Bólusett verður frá kl. 11-12 alla virka daga frá 26.september - 7. október n.k. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.  

Vinahúsið í Grundarfirði

Rauða kross deildin í Grundarfirði mun verða með opið í Vinahúsinuveturinn 2011-2012 á nýjum stað við Borgarbraut/ bókasafnið.Opið verður þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudag og fimmtudaga frá kl 13 til 16. Nánari dagskrá á opnu húsi miðvikudag 5. október 2011Eins og áður verður aðaláherslan lögð á að rjúfa einangrun þeirra sem heima sitja og gera þeim auðveldara að eiga sér samastað meðal jafningja. Umsjónarmaður verður sem áður Steinunn Hansdóttir og ábyrgðarmaður Hildur Sæmundsdóttir. 

Lúðrasveitin á Sjávarútvegsýningu

Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar mætti á Sjávarútvegsýninguna um helgina og tók þar nokkur lög. Lúðrasveitin hlaut verðskuldaða athygli og vakti mikla lukku, sýningargestum til ómældrar gleði.  

Blóðbankabíllinn

Blóðabankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup - Úrval þriðjudaginn 27. september milli klukkan 12:00 - 17:00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf.       

Bíó í Grundarfirði

Rekka- og róverskátasveitin í Grundarfirð ætlar í samvinnu við Sambíóin að sýna myndina Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Sýningar 24. september kl 14, 16 og 18. Og 1. október kl 14 og 16. Myndin verður sýnd í Sögumiðstöðinni. Hægt er að tryggja sér miða í síma 847 4530(Alexandra) eftir klukkan 16 á daginn. Það verður bíósjoppa sem selur drykki, sælgæti og poppkorn.

Uppskeruhátíð UMFG

Hin árlega uppskeruhátíð UMFG verður haldinn í Samkomuhúsinu Fimmtudaginn 22 september og hefst klukkan 17.00. Veitt verða verlaun fyrir dugnað á vetrinum 2010-2011. UMFG býður öllum iðkendum uppá Pizzu og svala og jafnvel eitthvað fleira... Hlökkum til að sjá sem flesta Minnum alla á heimasíðu UMFG, umfg.123.is  en þangað fara allar fréttir frá bæði stjórn og þjálfurum.   Þjálfarar og Stjórn UMFG  

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðar

Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 -2015 vegna stækkunar á hesthúsasvæði Fákafells Grundarfirði.Í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing vegna fyrirhugaðrar breytinga.