Þrettándagleði

Á þrettánda degi jóla, fimmtudaginn 6. janúar sl., var á vegum foreldrafélags Grunnskólans haldin brenna á sjávarbakkanum í landi Hellnafells, rétt utan við bæinn. Álfaganga var farin frá veitingahúsinu Kaffi 59 og var gengið að brennustað. Í broddi fylkingar voru álfakóngur og álfadrottning, þau Gunnar Njálsson og Ída María Ingadóttir. Björgunarsveitin Klakkur hélt svo flugeldasýningu uppi í hæstu hæðum, eða á toppi Fellakolls fyrir ofan hesthúsahverfi. Veðrið var stillt og gott og mikill fólksfjöldi, börn og fullorðnir, sem skemmti sér hið besta.   Þessar stelpur voru kátar á brennunni

Þorrablótsnefndin.

Þorrablótsnefnd hjónaklúbbsins hittist í samkomuhúsinu í dag til þess að kanna aðstæður og máta sviðið. Í nefndinni í ár eru Jóna og Guðmundur Smári, Árni og María, Eygló og Addi, Ella og Kiddi, Fjóla og Jói, Jóhanna og Gunnar, Fríða og Guðmundur og Anna og Steini. Nú er bara að taka frá 29. janúar og mæta á 40. þorrablót Hjónaklúbbsins.                  Skyldi vera gert grín af þér ? Efi röð; Jóna,Eygló,Jóhanna,Ella,Fjóla,Anna og Fríða.  Neðri röð; Árni,Gunnar,Kiddi,Jói,Steini og Guðmundur. Á myndina vantar Guðmund Smára (hann tók myndina),Adda(hann var á fótboltamóti) og Maríu ( hún gat ekki mætt)   

Vígsla skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag 7. janúar 2005 var húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga formlega vígt og tekið í notkun við hátíðlega athöfn í skólanum. Það er Jeratún ehf., í eigu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveitar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, sem byggir húsið og leigir það síðan undir starfsemi Fjölbrautaskólans.

Opið hús í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Opið hús verður í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á morgun, laugardaginn 8.janúar frá kl. 14:00 - 16:00.   Gestum er boðið að koma og skoða húsakynni skólans.   Allir velkomnir. Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Jeratún ehf.

Skíðalyftan opnar !

Ætlunin er að opna skíðalyftuna seinnipartinn í dag. Til þess að það verði hægt vantar okkur fólk til þess að starfa við lyftuna. Þeir sem geta séð af 1-2 klukkutímum og verið við lyftuna eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið umfg@grundo.is eða hringja í síma 863-0185. Gjaldið í lyftuna verður 300 kr fyrir börn og 500 kr fyrir fullorðna. Við stefnum á að hafa lyftuna opna um helgina ef veður leyfir en eins og áður segir er það ekki hægt nema með aðstoð ykkar. Við viljum svo hvetja alla til þess að sýna nærgætni og fara varlega.  

Skiptimarkaður á skíðum

Ungmennafélag Grundarfjarðar verður með skiptimarkað á skíðum í Samkomuhúsinu í dag. Þeir sem vilja selja skíði komi með þau kl. 15:00. Markaðurinn opnar svo kl. 17:00.   Allir á skíði!   UMFG

Umsögn bæjarstjórnar til sameiningarnefndar

Eftirfarandi umsögn bæjarstjórnar Grundarfjarðar til sameiningarnefndar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær:    

Sorphreinsun

Vegna mikilla snjóa undanfarið er rétt að hvetja bæjarbúa til að hreinsa snjó frá sorptunnum sínum. Til að hægt sé að hirða sorp frá öllum húsum þarf aðgengi að tunnunum að vera gott. Næsta sorphirða er fyrirhuguð fimmtudaginn 6. janúar n.k.   Byggingarfulltrúi

Þrettándagleði

Þrettándabrenna og flugeldasýning verður á sjávarbakkanum í landi Hellnafells norðan við þjóðveginn, vestan við bæinn á þrettándanda dag jóla, fimmtudaginn 6. janúar. Álfaganga verður frá Kaffi 59 og fer hún af stað kl. 19.40.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í desember 2004

Í meðfylgjandi töflu má sjá sundurliðun á lönduðum afla í Grundarfjarðarhöfn í desember árið 2004.   Tegundir 2004   Þorskur 139.479 Kg Ýsa 257.529 Kg Karfi 38.823 Kg Steinbítur 71.502 Kg Ufsi 9.514 Kg Beitukóngur 36.833 Kg Langa 3.520 Kg Keila 3.451 Kg Gámafiskur 484.522 Kg Aðrar tegundir 13.023 Kg   1.058.196 Kg