Stefnumótun í bókasafns- og upplýsingamálum

  Á síðasta fundi fræðslu- og menningarmálanefndar, þann 14. febrúar, var hafin vinna við að skoða starfsemi bókasafnsins og stefnir nefndin að því að leggja fram tillögur til bæjarstjórnar um framtíðarstarfsemi safnsins, þjónustu þess og samstarf við aðrar stofnanir bæjarins eða jafnvel samrekstur.    

Þrjár landanir Þorvarðar

Togbáturinn Þorvarður Lárusson SH 129 frá Grundarfirði, sem Samherji leigir, kom að landi í Grundarfirði 24. febrúar, með rúmlega 30 tonna afla. Skipið hefur þar með komið að landi með um 120 tonn úr þremur veiðiferðum á einni viku, þar af fyrstu tvö skiptin með fullfermi.   Þetta má lesa í frétt á vef Samherja hf.

Tillaga að úthlutun byggðakvóta

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar í gær 23. febrúar voru teknar fyrir umsóknir um byggðakvóta, skv. reglum bæjarstjórnar þar að lútandi. Bæjarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi úthlutun:    

Skólamáltíðir í Grunnskóla Grundarfjarðar

Berglind Rósa skammtar Sigurbjörgu Pétursd. á diskinn Haustið 2003 var í fyrsta skipti boðið upp á heitan mat í hádeginu fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólans. Veitingahúsið Kaffi 59 sér um matseldina og þykir fyrirkomulagið ganga mjög vel. Um 127 eru nú skráðir í mat. Þær stöllur í Kaffi 59 koma með matinn í skólann og skammta nemendum á diska, en nemendur matast í skólastofum sínum.  Meðfylgjandi eru myndir frá hádegissnæðingi nú í febrúar.

Íbúaþing

Eins og flestum er kunnugt verður efnt til íbúaþings Grundfirðinga þann 5. mars n.k. í hinu nýja húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Dagskráin hefur litið dagsins ljós og má nálgast hana hér. Ýmis atriði er varða framtíð Grundarfjarðar verða rædd á þinginu, s.s skipulagsmál og fjölskyldustefna. Hér má sjá nánari útlistun á umfjöllunarefnum þingsins.

Þorskeldi í Grundarfirði

Þeir voru hressir kapparnir á Munda SH í gær þegar þeir komu frá því að leggja út gildrur til veiða á þorski til áframeldis.   Guðmundur Runólfsson hf. fékk á dögunum úthlutað 70 tonnum úr rannsóknasjóði AVS (aukin verðmæti sjávarafla) til tilrauna á áframeldi á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári, en að þessu sinni var úthlutað 500 tonnum til 11 fyrirtækja á landinu. Fyrirtækið tekur einnig þátt í tilraunum og þróun á veiði- og eldisbúnaði í samvinnu við aðra aðila. G. Run. hf. hóf tilraunir í þorskeldi í ársbyrjun 2003, en undirbúningur hófst þó fyrr.   Sjá nánar á vefsíðu sjávarútvegsráðuneytisins og á vef Guðmundar Runólfssonar hf. um þorskeldið   

Miklar annir í Grundarfjarðarhöfn

Það er óhætt að segja að miklar annir hafi verið í Grundarfjarðarhöfn að undanförnu og reyndar það sem af er árinu. Í dag, 22. feb., hafa um 1750 tonn borist að landi það sem af er febrúarmánuði, en í febrúar í fyrra var landað 1828 tonnum. Janúarmánuður sl. var sá stærsti í aflatölum þess mánuðar fram að þessu, heildarafli var 1.671 tonn samanborið við 1.248 tonn á sama tíma í fyrra, en á liðnum árum hefur um 1000 tonnum verið landað í janúarmánuði. A.m.k. fimm aðkomuskip hafa landað hér í febrúar og hafa sum hver haft hér viðkomu reglulega að undanförnu.   Akureyrin EA í Grundarfjarðarhöfn 22. febrúar  

Þoka í Grundarfirði

Það hefur verið sérkennilegt landslagið sl. daga, hálffalið í þokuslæðu sem legið hefur yfir fjöllum og firði, eins og víðar á sv-horni landsins. Sólin hefur þó náð að brjótast í gegn og í dag þriðjudag 22. febrúar var logn, 0 m/sek og 7° hiti um miðjan dag og nánast vor í lofti. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.   Hafnargarðurinn kíkir fram úr móskunni þriðjud. 22. febrúar  

Myndir frá æfingum.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á æfingum UMFG þriðjudaginn 22.febrúar.     

Sólarkaffi bæjarstarfsmanna

Hið árlega sólarkaffi starfsmanna Grundarfjarðarbæjar var í dag. Stofnanir bæjarins skiptast á að halda sólarkaffið og að þessu sinni var það í umsjá bæjarskrifstofunnar. Það var mál manna að sjaldan eða aldrei hafi sést slíkir snilldartaktar í vöfflu- og pönnukökubakstri.