- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íþróttir og tómstundir í Grundarfirði.
Íþróttastarf hefur verið öflugt og geta íbúar jafnt yngri sem eldri notið góðrar aðstöðu til íþróttaiðkunar; á íþróttavelli, í íþróttahúsi, sundlaug og skíðalyftu rétt við bæjardyrnar. Hestamenn hafa byggt upp glæsilega aðstöðu í myndarlegu hesthúsahverfi í jaðri bæjarins. Öflugur golfklúbbur er starfandi og nýtir góðan 9 holu golfvöll í Suður-Bár. Skotveiðifélagið hefur rúmgóða aðstöðu á Hrafnkelsstaðabotni.