- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tjaldsvæði Grundarfjarðar
Tjaldsvæðið er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins.
Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi. Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðgengi fyrir fatlaða. Aðstaða er til að vaska upp leirtau.
Rétt við tjaldsvæðið er sundlaugin þar sem hægt er að komast í sturtur gegn gjaldi á opnunartíma hennar.
Alveg við tjaldsvæðið og sundlaugina er afþreying fyrir fjölskyldur; ærslabelgur fyrir börnin, leikvöllur við grunnskólann, sömuleiðis sparkvöllur og íþróttavöllur bæjarins. Rétt ofan við tjaldsvæðið er glænýr frisbígolfvöllur með 9 körfum. Sjá kort af vellinum hér.
Golfurum er bent á Bárarvöll, vel hirtan og skemmtilegan golfvöll í einstöku umhverfi, einungis um 8 km frá bænum. Sjá nánar á vef Golfklúbbsins Vestarrs.
Frábært skotsvæði er í Kolgrafafirði, á vegum Skotfélags Snæfellsness, sjá nánar á vef félagsins hér. Í Kolgrafafirði er einnig þokkaleg mótocrossbraut og í Grundarfirði er klifursalur í Snjóhúsinu.
Á vef bæjarins má finna enn frekari upplýsingar um afþreyingu og útivist, og um listaverk bæjarins.
Örstutt er í fallegar gönguleiðir bæði við sjóinn og til fjalla eða bara bæjarrölt og opin, græn svæði. Grundarfjörður er rómaður fyrir lognstillu á kvöldin þar sem kvöldsólin nýtur sín til hins ýtrasta.
Stutt er í flesta þjónustu, s.s. verslanir, kaffihús, veitingastaði, hvalaskoðun, kajakleigu eða bara niður á höfn. Allt er í ca. 10 mínútna göngufæri við tjaldsvæðið. Hér má finna frekari upplýsingar um þjónustu í Grundarfirði.
Tjaldsvæðið er opið á veturna með salernisaðstöðu við tjaldsvæðið og sturtuaðgangi gegn gjaldi í sundlauginni á opnunartíma hennar.
Tjaldsvæði Grundarfjarðar á aðild að Útilegukortinu 2024.
Umsjón: Kristín Halla Haraldsdóttir
Netfang: camping(hjá)grundarfjordur.is
Simí: 831 7242
Gjaldskrá tjaldsvæðis (gildir 2024)
Gjald á sólarhring:
Fullorðnir: 1.600 kr.
Börn yngri en 16 ára: Frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.100 kr.
Rafmagn: 1.000 kr.
Afsláttarkjör:
Þriggja daga dvöl: -15%
Sex daga dvöl: -25%