40. þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar var haldið laugardaginn 29. janúar sl. Blótið tókst vel og var mikil stemming meðal gesta. Þorramaturinn kom frá
Veislunni á Seltjarnarnesi og hljómsveitin Swiss lék fyrir dansi.
Í þorranefndinni þetta árið voru Ella og Kiddi Jóhanna og Gunnar, María og Árni, Jóna og Smári, Fjóla og Jói, Anna og Steini, Eygló og Addi og Fríða og Gummi.
|
Þorrablótsnefndin 2005 |
Þrenn hjón sem voru stofnfélagar klúbbsins fyrir 40 árum síðan eru enn meðlimir í klúbbnum. Það eru þau Dóra Haraldsdóttir og Móses Geirmundsson, Guðlaug Guðmundsdóttir og Hörður Pálsson og Kristín Friðfinnsdóttir og Alfreð Magnússon.