Reykofninn breytir húsnæði fyrir sæbjúgnavinnsluna

Reykofninn-Grundarfirði ehf. (RG) er fyrirtæki sem vinnur verðmæti úr sæbjúgum. Sæbjúgu hafa ekki verið nýtt hér á landi, en eru þekkt matvara meðal margra Asíuþjóða. Fyrirtækið hefur lagt í mikla þróunar- og markaðsvinnu vegna vinnslu og sölu sæbjúgnanna, enda sannarlega í nýsköpun eins og það heitir.   Lárus Sverrisson og Ólafur Jónsson vinna við breytingar á húsnæði

Breytingar á heimasíðunni

Þær breytingar hafa orðið á heimasíðunni að í stað flipans "Heilsugæsla" er kominn flipinn "Þjónusta". Þar undir er síðan heilsugæslan og fleiri upplýsingar munu birtast þar innan tíðar. Þar má nefna kirkju og safnaðarstarf, félags- og skólaþjónustu, slökkvilið, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er í sveitarfélaginu.  

Hvert viljum við stefna?

Nú eru tæpir tveir dagar í íbúaþing. Þar er ætlunin að fá fram skoðanir íbúa á ýmsu því er snertir skipulag bæjarins og umhverfi, sem og því hvernig samfélagi við viljum búa í.   Kolgrafafjarðarbrú á Snæfellsnesi

Útivist á Jöklinum – hvað finnst þér?

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull boðar til opins fundar um umgengni og umferð á Snæfellsjökli. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 7. mars kl. 20 í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.  

Af sameiningarmálum

Í tengslum við sameiningarverkefni félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, skipuðu sveitarfélögin á Snæfellsnesi, á síðasta ári, samstarfsnefnd til að meta kosti og galla sameiningar.   

Styrkir til atvinnumála kvenna

Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til atvinnumála kvenna.   Árið 2005 er fjárveitingin alls 25 millj. kr. og er tilgangur styrkveitinga einkum:  

Bókasafnið - Stærsta setustofan í bænum.

Frítt á bókasafnið Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar í janúar að hætta að innheimta árgjöld. Ástæðan er sú að ekki þykir svara kostnaði að fylgjast með hverjir borga. Eftir sem áður verða rukkaðar sektir fyrir vanskil efnis og gjöld fyrir ljósritun, myndbönd og fleira.  

KB banki Grundarfirði færir grunnskólanum gjöf

Grunnskóla Grundarfjarðar barst gjöf frá KB banka í Grundarfirði í dag. Olga Einarsdóttir afhenti skólanum 10 taflsett og  klukkur fyrir hönd bankans og er þetta kærkomin gjöf fyrir skákáhugamenn skólans. Hér að neðan fylgja myndir af nokkrum áhugasömum skákmönnum og búast má við að fleiri bætist í hóp þeirra sem taka skák í frímínútunum. Grunnskóli Grundarfjarðar færir KB banka bestu þakkir fyrir gjöfina.   Ingólfur Örn, Heimir Þór, Albert Þórir og Erling ánægðir með gjöfina frá KB banka. Á myndinni má einnig sjá Olgu Einarsd. og Önnu Bergsd. fylgjast með nemendum leika skák.  

Metafli í einum mánuði!

Hafsteinn hafnarvörður, Björg hafnarstjóri og Sigríður forseti bæjarstjórnar gæða sér á tertunni   Febrúarmánuður 2005 var sannarlega annasamur í Grundarfjarðarhöfn. Alls bárust 2.340 tonn að landi og er það mesta magn landaðs afla í einum mánuði, stærsti mánuður hingað til var júní 2001 en þá var landað 2.291 tonni á höfninni.   Heildarafli í febrúar á síðasta ári var 1.828 tonn og árið 2003 var landað 1.248 tonnum í sama mánuði.     Janúarmánuður sl. var ennfremur stærsti janúarmánuður hingað til, í aflamagni, og í janúar og febrúar hafa samtals borist 4.011 tonn að landi í höfninni. Það munu vera um 27% af heildarafla alls síðasta árs og 32% af heildarafla ársins 2003.   Af þessu tilefni mætti hafnarstjóri með dýrindis marengstertu (hnallþóru frá dömunum á 59!) niðrá hafnarvog í morgun – að sjálfsögðu með áletruninni 2340 tonn!

Reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar í dag voru samþykkt eftirfarandi drög að reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar. Íþróttafélögum verða send drögin til umfjöllunar og jafnframt geta lesendur heimasíðunnar sett ábendingar í reitinn hér að neðan.   Sjá fundargerð nefndarinnar