Grunnskóli Grundarfjarðar

Við Grunnskóla Grundarfjarðar er kennt í tíu bekkjardeildum í 1.-10. bekk, auk þess sem fimm ára deildin Eldhamrar og Tónlistarskóli Grundarfjarðar eru staðsett í skólanum. Innangengt er úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og sundlaug.

Menntastefna Grundarfjarðarbæjar 2023-2028 var samþykkt af bæjarstjórn í nóvember 2023 og byggir á opinberri menntastefnu Íslands til 2030. Menntastefnan er stefnumörkun og leiðarvísir um áherslur og vinnubrögð sem samfélagið hefur ákveðið að stefna að á komandi árum í starfi leik-, grunn- og tónlistarskóla og annarra sem að uppeldi og menntun barna koma.

Í grunnskólanum er áhersla á að skapa gott námsumhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir ná árangri miðað við sínar forsendur og getu og fái gott veganesti út í lífið. Í skólanámskrá er að finna skipulag starfsins og vinnuferli sem starfið er byggt á. Stefnan grundvallast á eftirfarandi gildum/einkunnarorðum: Metnaður, ánægja, samvinna og ábyrgð.

Heimilisfang:

Grunnskóli Grundarfjarðar
Borgarbraut 19
Sími: 430 8550
Netfang: grunnskoli(hja)gfb.is
Skólastjóri: Sigurður Gísli Guðjónsson
Aðstoðarskólastjóri: Anna Kristín Magnúsdóttir

Vefsíða Grunnskóla Grundarfjarðar