Félagsmiðstöðin Eden

Félagsmiðstöðin Eden er starfrækt fyrir ungmenni í Grundarfirði. Boðið er upp á dagskrá fyrir 7. - 10. bekk. Ferðir og viðburðir á vegum Samfés eru fyrir 8.-10. bekk. Leyfisbréf þarf í viðburði sem eru haldnir umfram hefðbundinn opnunartíma eða utan bæjarfélagsins. Nánar um opnun og viðburði má kynna sér á facebooksíðu félagsmiðstöðvarinnar, smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér málið.

Eden foreldrar 2023-2024 | Facebook

Starfsfólk

  • Sylvía Rún Guðnýjardóttir
  • Júlíus Freysson
  • Patricja Aleksandra Gawor
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir.
  • Forstöðumaður er Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Í félagsmiðstöðinni Eden á starfið að skipta máli fyrir einstaklinginn og samfélagið í kringum hann. Reynt er að hafa úrval afþreyingar, uppákoma og viðburða með það að markmiði að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og auka víðsýni. Starfsmenn geri sér grein fyrir því að þetta er frítími ungmenna og starfið felst í því að auka úrval afþreyingar og hafa afdrep fyrir þau.

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar er unnin af starfsmönnum en í samráði við Eden ráð félagsmiðstöðvarinnar.

 Forstöðumaður Eden: Ólafur Ólafsson 
Netfang: ithrott@grundarfjordur.is