- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Heimsóknum á Bókasafn Grundarfjarðar hefur fækkað síðustu tvö árin. Árið 2002 komu 1464 fullorðnir og 1352 börn á safnið eftir kl. 15 á daginn. 2004 hafði þeim fækkað niður í 1132 fullorðna og 798 börn. Þetta fólk fékk lánaðar um 8000 bækur og tímarit en það er fækkun um tæp 2 þús. Þetta er fyrir utan notkun nemenda og kennara.
Bókasafnið hér er nokkuð vel búið nýlegum bókum og tímaritum. Þar eru lesborð með útsýni og notalegt fyrir fólk að koma og sitja við lestur og jafnvel hljóðlátt spjall. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnin á bókasafnið.
Lestur er bestur og bók er betri en kók
Á heimasíðu bókasafnsins er nýr listi yfir nýjustu bækurnar. Reynt er að uppfæra daglega lista yfir nýjar bækur sem eru inni hverju sinni. 26. jan. voru t.d. inni um 40 nýjar bækur fyrir fullorðna og um 20 fyrir börn og unglinga.
Nýlega var kynnt samantekt á gjaldfrjálsum íslenskum tilvísana- og gagnasöfnum á vef Hvar.is. Þarna má finna leið að tónlist, sagnfræði, lesefni o.fl. Þeir sem vilja fylgjast með útlánastöðu sinni á Gegni geta fengið notandanafn og lykilorð á bókasafninu. Þessi þjónusta er ekki ósvipuð og í heimabönkunum.