Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.
Til verkefnins renna 250 milljónir kr. fá Atvinnuleysistryggingasjóði auk 106 milljóna kr. úr ríkissjóði. Mótframlagi ríkisins er ætlað að mæta viðbótarkostnaði stofnana þess svo unnt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum en sveitarfélögin munu sjálf standa straum af þessum viðbótarkostnaði.