Snæfell deildarmeistarar í körfubolta

  Snæfell í Stykkishólmi urðu deildarmeistarar í körfubolta karla í gærkvöldi þegar þeir unnu Hauka úr Hafnarfirði.  Grundarfjarðarbær óskar Hólmurum innilega til hamingju með árangurinn.   EB

Hverfisvæn leið gegnum Grundarfjörð

Þann 27. október sl. var haldinn almennur kynningarfundur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar um verkefnið “hverfisvæn leið gegnum Grundarfjörð”. Þar voru tillögur verkefnisins til sýnis, en aðilar frá Vegagerðinni og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, gerðu þar grein fyrir tillögunum og svöruðu fyrirspurnum.  

Staðlaður húsaleigusamningur þýddur á pólsku

Frétt úr Bæjarins besta: Grundarfjarðarbær, Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Fjölmenningarsetur hafa átt í samstarfi um þýðingu á stöðluðum húsaleigusamningi á pólsku. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi.

Fréttir frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga

Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og hefur Pétur Ingi Guðmundsson verið ráðinn í stöðuna. Hann hefur störf í marsmánuði og mun aðstoða skólameistara við undirbúning skólastarfsins. Sambýliskona Péturs Inga er Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

Fornleifaskráning í Eyrarsveit

Vegna vinnu við nýtt aðalskipulag dreifbýlisins mun fara fram fornleifaskráning í Eyrarsveit. Það er fornleifafræðingurinn Jóna Kristín Ámundadóttir sem annast þessa vinnu og mun hún næstu tvo mánuði fara um svæðið og leita skipulega að menningarminjum.  Hún mun einnig ræða við landeigendur/ábúendur eftir því sem við á. Ef landeigendur/ábúendur hafa upplýsingar um fornleifar, má gjarnan hafa samband við Jónu Kristínu Ámundadóttur á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síma 430-8500 eða með tölvupósti á jonaka@grundafjordur.is.  Allar upplýsingar um minjar á svæðinu eru vel þegnar.   Jökull

50. Stjórnarfundur

50. stjórnarfundur Eyrbyggja 24. feb. 2004  kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Katrín Gísladóttir  

Myndir Soffíu kennara

Í síðustu viku afhentu hjónin Kristinn  Nils Þórhallsson og Jórunn Jóna Óskarsdóttir Bæringsstofu ljósmyndir úr ljósmyndasafni Soffíu Jóhannsdóttur sem lengi starfaði við barnakennslu í Grundarfirði.

Eyrbyggja - sögumiðstöð

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar. Stækkunin, við húsið norðanvert, kemur til með að hýsa snyrtingar/salerni. Vegna breyttrar notkunar hússins, sem áður var verslunarhús, þarf einnig að ráðast í ýmsar aðrar breytingar á því. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun er taki mið af því að ná fram sem mestri hagkvæmni og að starfsemin rúmist sem best í húsinu, auk þess sem lögð er áhersla á glæsilegt útlit og góða aðkomu að húsinu. Orri Árnason arkitekt sem á og rekur arkitektastofuna Zeppelin í Garðabæ hefur séð um alla arkitektavinnu.   Framhlið sögumiðstöðvar  

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi framhaldsskólalóðar

Með vísan í 1. málsgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á gildandi deiliskipulagi framhaldsskólalóðar við Grundargötu í Grundarfirði.   Svæðið sem tillagan tekur til; Tillagan tekur til svæðis sem liggur frá Grundargötu milli lóða nr. 42 og 50 að Sæbóli milli lóða nr. 11 og 25. Skipulagssvæðið er í landi Grundarfjarðarbæjar.  

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015

Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.   Breytingin felst í eftirfarandi; Gert er ráð fyrir stækkun miðsvæðis sem náði yfir 6.265 m² svæði milli lóða nr. 42 og 50 við Grundargötu.  Þar var gert ráð fyrir 5.890 m² lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi.