Skemmtiferðaskip sumarið 2005

Von er á 10 skemmtiferðaskipum sumarið 2005 til Grundarfjarðar. Á síðasta ári lögðust 13 skemmtiferðaskip að bryggju í Grundarfjarðarhöfn. Heildarstærð skipanna í ár er þó sú sama og í fyrra, en hafnargjöld og tekjur hafnarinnar af slíkum skipum miðast við stærð (rúmlestir) skipanna.   Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn í júlí 2004   

Norræna Atlantsnefndin auglýsir eftir styrkumsóknum

NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og í strandhéruðum vestur og norður  Noregs. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi.

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. mars kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs, íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefnar og hitaveitunefndar, seinni umræða 3ja ára fjárhagsáætlunar, tillaga um heimild til lántöku, tillaga um breytingar á samþykkt um kattahald, tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit og erindi um íbúðir fyrir eldri borgara auk annarra gagna til kynningar.   Bæjarstjóri   

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 23. febrúar sl.   Þrír nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar voru meðal 10 efstu í sínum árgangi og er það frábær árangur. Þeir voru:   8. bekkur     Elín Sigurðardóttir 9. bekkur     Hafdís Lilja Haraldsdóttir 10. bekkur   Jóhannes Fannar Einarsson  

Vetrartölt hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar í gær

Í gær, sunnudaginn 6. mars, var opið töltmót á félagssvæði  Hesteigendafélags Grundarfjarðar.   Gústav Ívarsson, formaður, Jóna Lind, Gunnar, Jón Bjarni, Helga og Kolbrún   Keppt var í tveimur flokkum, fullorðinsflokki og barna- og unglingaflokki.  Átta keppendur voru í flokki fullorðinna en einn keppandi í yngri flokki. Úrslit urðu eftirfarandi:    

Nemendur leikskólans Sólvalla í heimsókn á bókasafnið

Í febrúar og mars fara elstu nemendur leikskólans í heimsókn á bókasafnið einu sinni í viku. Þar tekur starfsmaður bókasafnins á móti þeim og sýnir þeim hvernig þau geta notað safnið. Þau taka bók að láni til að fara með og skila henni síðan viku seinna.     Salbjörg Nóadóttir, starfsmaður bókasafnsins, sýnir börnunum safnið

Góð mæting á íbúaþingið

Liðlega 100 manns komu á íbúaþing sem haldið var 5. mars. Fjörugar umræður urðu í öllum hópum og talsverð vinna framundan við úrvinnslu þeirra fyrir kynninguna sem verður haldinn á fimmtudaginn, 10. mars, kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Á íbúaþinginu voru kynntar skemmtilegar hugmyndir og skoðanir nemenda í Grunnskólanum. Smellið hér.   Nánar verður sagt frá íbúaþinginu síðar.

Íbúaþing - fyrir alla!

Vakin er athygli á því að boðið er upp á barnagæslu (lágmarksaldur: yngstu leikskólabörnin) í Leikskólanum Sólvöllum á meðan foreldrarnir taka þátt í þinginu.   Kaffiveitingar eru í boði KB-banka í Grundarfirði og það eru foreldrar 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar sem tóku að sér snúðabakstur og umsjón með veitingum á þinginu, gegn styrk í Frakklandsferðasjóð bekkjarins.  

Álagning fasteignagjalda 2005

Undanfarna daga hafa álagningarseðlar og greiðsluseðlar fasteignagjalda verið sendir greiðendum.   Grunnur álagningar er í flestum flokkum gjalda fasteignamat húsnæðis. Alls eru fasteignir í Grundarfjarðarbæ metnar á liðlega 3,3 milljarða kr. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkaði um 10% frá fyrra ári og 6% hækkun varð á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.  

Vakin athygli á auglýsingu um styrkveitingar

Vakin er athygli á auglýsingu frá Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framfara, athafna og keppni- ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2005. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.