- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vinnuskóli
Í Grundarfirði er starfræktur vinnuskóli í fimm til sex vikur á sumri fyrir 8., 9. og 10. bekk, auk þess 7. bekk hefur verið boðið í vinnuskólann í fjórar vikur. Vinnutíminn er sex tímar á dag mánudaga til fimmtudaga og fimm tímar á föstudögum.
Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi, fræðslu og hvatningu. Vinnuskólinn er fyrsti vinnustaður mjög margra. Leitast er sérstaklega við að vanda fræðslu, efla frumkvæði nemenda og áhuga þeirra fyrir umhverfi sínu og fyrir starfinu, að kenna rétt vinnubrögð og fagna góðu verki.
Þau sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Allir nemendur fá umsögn um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu.