Gamlárshlaup/göngu 2011 í Grundarfirði aflýst

Eins og veðurspáin hljómar núna (30. des.) þá má búast við erfiðum aðstæðum á götum bæjarins á Gamlársdag, slabbi og hálku. Þess vegan aflýsum við fyrirhuguðu Gamlárshlaupi/göngu 2011. Stefnum að góðu Gamlárshlaupi að ári!   Með kveðju! Skokkhópur Grundarfjarðar  

Snjómokstur

Undanfarið hefur snjóað meira í Grundarfirði en menn eiga að venjast síðustu ár. Eins og við er að búast eru skoðanir manna um moksturinn mjög skiptar. Sumum finnst illa mokað á meðan öðrum finnst mokað hóflega eða jafnvel of mikið. Í þessu er reynt að fara hinn gullna meðlaveg, en seint mun snjómokstur uppfylla ýtrustu kröfur allra.  

Gamlárshlaup/ganga 2011 í Grundarfirði

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni! Þess vegna er efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k. Farnar verða 3 vegalengdir, þ.e. 3 km, 5 km og 10 km (þó fyrirvari vegna veðurs og færðar).  Og athugið, að það má líka ganga! Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og farið á sínum hraða - þetta er hugsað fyrir alla aldurshópa. Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju, en hlaupið/gangan byrjar kl. 11.30.

Íþróttadagur í íþróttahúsinu fyrir leikskólabörn

Í dag milli kl. 14.00 - 16.00 er íþróttadagur fyrir öll leikskólabörn í íþróttahúsinu og verður jafnframt boðið upp á íþróttanammi. 

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir áramótin

Bæjarskrifstofan verður lokuð mánudaginn 2. janúar 2012 vegna tiltektar. Aðra virka daga verður opið eins og venjulega.

Sorphirða

Þriðjudaginn 3. janúar 2012 verður græna tunnan losuð og eru íbúar hvattir til að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.   Mikilvægt er að íbúar reyni að liðka fyrir sorphirðu eins og kostur er. Mjög mikið hefur snjóað og eru sumar sorptunnur bókstaflega á kafi í snjó. Ef ekki er unnt að komast að sorptunnu með þokkalegu móti er hætt við að ekki verði losað.

Jólaball

Félagasamtök og fyrirtæki í Grundarfirði halda jólaball fyrir alla fjölskylduna, miðvikudaginn 28. desember 2011 kl. 15.00 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Jólasveinar og fylgisveinar mæta. Happdrætti, Dansað í kringum jólatréð, Kaffi og smákökur, Glaðningur fyrir börnin Aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn. (ætlast er til að börn mæti með fullorðnum).

Tillaga að deiliskipulagi hesthúsasvæðis Fákafells, Grundarfirði.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.desember 2011 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi  samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi, skv. 41.gr.skipulagslaga nr.123/2011.  Í tillögunni stækkar hesthúsasvæðið í samræmi við aðalskipulagsbreytinguna.  Þegar hafa verið reist 10 hesthús á svæðinu og er gert ráð fyrir 7 lóðum í viðbót fyrir hesthús og einni lóð fyrir reiðhöll í deiliskipulaginu.  

Tillaga að breyttu aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, Hesthúsasvæði Fákafells.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.desember 2011 að auglýsa tillögu að breytingunni skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Breytingin felur í sér stækkun á hesthúsasvæðinu úr 3 ha í 9 ha.  Við það breytist um 6 ha óbyggt svæði í opið svæði til sérstakra nota.  Samhliða auglýsingu á aðalskipulagi er auglýst nýtt deiliskipulag af svæðinu.  

Árleg hundahreinsun.

Árleg hundahreinsun mun fara  fram í janúar og verður auglýst nánar síðar.