Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Nokkur námskeið eru hefjast nú í byrjun september hér í Grundarfirði og nágrenni. Námskeiðin eru eftirfarandi: Töskugerð úr leðri og roði Grunnnám skólaliða Mannauðsstjórnun Sjá nánar á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi með því að smella hér.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Þessa dagana er verið að skipuleggja stundaskrár nemenda og verður hringt til allra sem skráðir eru í skólann fyrir föstud. 01.sept. nk. Kennsla hefst skv. stundaskrám mánudaginn 04.sept.06. Getum tekið við nokkrum nemendum í viðbót á Þverflautu, klarínett og slagverk. Nánari uppl. í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560, milli kl. 13 & 15.   Skólastjóri.  

Húsateikningar í Grundarfjarðarbæ komnar á vefinn!

Fyrir nokkrum misserum var ákveðið að hrinda í framkvæmd átaki við að koma öllum bygginganefnda- og verkfræðiteikningum af húsbyggingum í Grundarfjarðarbæ yfir á tölvutækt form og gera þær þannig aðgengilegar á heimasíðu bæjarfélagsins. Verkefnið var upphaflega ákveðið í tengslum við „tæknibæjarverkefnið“ en í því verkefni fólust tillögur að því að bæta stjórnsýsluna og auðvelda almenningi aðgang að ýmsum upplýsingum. Í þessum tilgangi hefur starfsfólks bæjarskrifstofunnar unnið markvisst að því að bæta heimasíðu bæjarfélagsins með sífellt aðgengilegri upplýsingum.  

Frá Orkuveitu Reykjavíkur

Vegna framkvæmda við vatnslagnir gæti verið lítill vatnsþrýstingur í dag frá kl. 13 og fram eftir degi. 

Malbikun hafin

Malbikun er nú hafin á nýrri gámastöð á iðnaðarsvæðinu og síðar í dag verður byrjað að malbika hluta Hlíðarvegs. Götunum verður lokað fyrir umferð á meðan malbikun stendur og í nokkra klukkutíma á eftir meðan malbikið nær fullum styrk. Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir því að verið er að fjarlægja hluta af kantsteini þeim sem gerður var í tengslum við verkefnið um hverfisvæna leið um Grundargötu síðstliðið haust og hefur orðið tilefni mikillar umræðu. Nýr kantsteinn verður síðan lagður þegar búið verður að malbika Grundargötu. Tvær ástæður eru fyrir því að kansteinninn er fjarlægður, nokkrar breytingar verða gerðar á legu kansteinsins við austanverða Grundargötu og bílastæðum fjölgað eitthvað og á ákveðnum kafla var útlit kantsteinsins ekki nógu gott og verður því endurgerður. 

Uppskeruhátíð

UMFG verður með uppskeruhátíð sína þriðjudaginn 29. ágúst kl 19:00 í íþróttahúsinu. Þar verða veittar viðurkenningar síðasta íþróttaárs. Foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir með börnum sínum. Allir íþróttagreinar innan UMFG eru komnar í smá frí frá æfingum en æfingar byrja aftur mánudaginn 11. september.

Íslandsmeistarar

4 fl. UMFG í fótbolta ásamt þjálfara sínum, Elvari Þ. Alfreðssyni.   Strákarnir í 4.fl UMFG urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu í 7 manna liðum um helgina. Þeir unnu alla sína leiki í úrslitakeppninni. Þetta er glæsilegur árangur hjá þeim og eru þeim færðar innilegar hamingjuóskir fyrir frammistöðuna. Strákarnir komu heim í gærkvöldi og var tekið á móti þeim við ESSO og voru þeim færðar rósir að gjöf. Stelpunum í 4. fl gekk líka vel um helgina en þær enduð í 3. sæti. Frábær árangur hjá okkar krökkum.  

Til hamingju !

Strákarnir í 4.fl eru íslandsmeistara í knattspyrnu í 7 manna liðum. Þeir unnu alla sína leiki í úrslitakeppninni. Þetta er glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju! Við eigum von á að þeir komi til Grundarfjarðar um 10 leitið í kvöld og verður tekið á móti þeim við ESSO. Stelpunum í 4. fl gekk líka vel um helgina en þær enduð í 3. sæti. Frábær árangur hjá okkar krökkum.

Leikir sunnudags !

Leikir 4.fl kvenna í dag eru mikilvægir og þurfum við á stuðningi áhorfenda að halda.                 Leikirnir eru         kl 11:20 Grundarfjörður  -- Sindri         kl 14:40 Grundarfjörður -- Tindastóll       Allir á völlinn

Íslandsmótið í dag !

Í dag er fyrri dagur úrslitakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu hjá 4. fl karla og kvenna. Eins og komið hefur fram eigum við bæði karla og kvennalið í úrslitum, kvennaliðið spilar hér á Grundarfjarðarvelli en karla liði á Hrafnagilsvelli í Eyjafirði.                     Leikir dagsins hjá UMFG stelpunum á Grundarfjarðarvelli.          KL 13:00 Víkingur R  -- Grundarfjörður          kl  16:30 Grundarfjörður -- KS/ Leiftur   frekari uppl. um mótin er að finna á www.ksi.is