Seglskútan Notre Dame des Flots liggur nú við bryggju. Skútan er smíðuð um 1940 og 8 manna áhöfn hennar skipa tvær fjölskyldur. Hún lagði af stað frá Frakklandi, Miðjarðarhafsmegin, 17. September 2007 og sigldi niður með Spánarströnd. Fór svo yfir Atlandshafið til Mexíkó. Þá tók við tími í karabíska hafinu og þau stoppuðu á Kúbu um tíma. Þvínæst var siglt í norður, upp austurströnd Norður-Ameríku til Kanada. Þaðan var haldið til Íslands, svo Færeyja, Íslands og Orkneyja. Þá var snúið við, komið við í Færeyjum og nú eru þau hér í Grundarfirði. Skipstjórinn segir að ekki sé enn ákveðið hvert skuli halda næst. Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um þessa glæsilegu skútu eru upplýsingar og myndir hér.