Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

    Í níunda sinn blæs Grundarfjarðarbær til hinnar árlegu Ljósmyndasamkeppni bæjarins. Menningarnefnd hefur ákveðið að þema keppninnar árið 2018 verði fuglar og dýr. Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2018 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.    

Spennandi tækifæri fyrir 13-18 ára ungmenni

    Stjórnarráðið leitar að 12 ungmennum á aldrinum 13-18 ára í Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Nánari upplýsingar eru í auglýsingu frá Stjórnarráðinu sem finna má hér.   Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2018.

Til hamingju með daginn kvenfélagskonur!

    1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar og eru þær svo sannarlega vel að því komnar að eiga sinn dag í dagatalinu. Grundarfjarðarbær óskar okkar yndislegu kvenfélagskonum í Gleym mér ei innilega til hamingju með daginn og þakkar óeigingjarnt og mikið starf í þágu samfélagsins. Njótið dagsins! 

Nýtt sorphirðudagatal

Nýtt sorphirðudagatal er komið á vefinn. Dagatalinu hefur verið breytt til samræmis við óskir bæjarstjórnar, þar sem bætt hefur verið við aukalosun á grænu tunnunni í desember.    

Framlengdur umsóknarfrestur hjá SSV

    Umsóknarfrestur í sjóði Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Vesturlands hefur verið framlengdur til miðnættis, sunnudaginn 21. janúar nk. vegna innleiðingar á nýju umsóknarkerfi. Upplýsingar varðandi styrkina veita Ólöf í síma 898 0247, Ólafur í síma 892 3208 og Elísabet í síma 892 5290.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2017/2018 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 604, 3. júlí 2017   Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Grundarfjörð Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 5/2018 í Stjórnartíðindum   Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík) Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Skagaströnd Húnaþing vestra (Hvammstangi)   Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.   Fiskistofa, 5. janúar 2018 .

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 1. febrúar n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350 (ath. börn 2-18 ára þurfa tilvísun frá lækni)    

Bæjarstjórnarfundur

210. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar 2018, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.  

Hundahreinsun í Grundarfirði

    Dýralæknir verður í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar miðvikudaginn 17. janúar kl 12:30-16:00. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.  

Áningastaður við Kirkjufellsfoss

Kirkjufellsfoss hefur orðið til sem sjálfsprottinn ferðamannastaður og hefur fjöldi gesta aukist gífurlega hratt. Staðurinn er orðinn einn vinsælasti áfangastaður og mest myndaðasti ferðamannastaður á Snæfellsnesi. Á síðustu árum hefur aðstaða við fossinn verið bætt, s.s. bílastæði og göngustígar, en sú aðstaða annar ekki þeim fjölda gesta sem kemur á svæðið. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar; umgjörð sem tryggir öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn. Grundarfjarðarbær áformar því að vinna deiliskipulag fyrir áfangastaðinn við Kirkjufellsfoss og nánasta umhverfi, í samvinnu við landeigendur.