Tekjur og gjöld
Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins (hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, vatnsveita/fráveita/sorp) verði 434 millj. kr. Tekjur bæjarsjóðs eins eru rúmar 305 millj. en þar af eru útsvarstekjur áætlaðar 183,6 millj. kr., framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga áætluð um 95 millj. kr. og fasteignaskattar og lóðarleiga rúmar 26 millj. kr.