Grundarfjarðarbær efndi til starfsmannadags með
öllum starfsmönnum bæjarins föstudaginn 19. október síðastliðinn. Haldið var í Borgarfjörðinn og
byrjað á vinnudegi á Hótel Borgarnesi.
Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar,fóru yfir innri og ytri málefni er snúa að bæjarfélaginu. Þá kynnti Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri , niðurstöður starfsmannakönnunar sem nýverið var framkvæmd í fyrsta sinn meðal allra starfsmanna Grundarfjarðarbæjar. Samkvæmt könnuninni eru starfsmenn ánægðir og sáttir við margt en einnig komu ábendingar um ýmislegt sem má bæta. Unnið verður frekar úr niðurstöðum könnunarinnar og gerðar áætlanir um úrbætur þar sem þess er þörf.