- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi sínum í gær, 3. febrúar, samþykkti bæjarráð Grundarfjarðar að efna til opins samráðsfundar (íbúaþings) um skipulagsmál og fleiri tengd efni og verður fundurinn haldinn laugardaginn 19. febrúar n.k. Til hefur staðið að halda opinn fund til að fá svarað ákveðnum spurningum sem lúta að skipulagi og þróun byggðar í bæjarfélaginu og var ákveðið að fá Ráðgjafarfyrirtækið ALTA hf. til að undirbúa og stýra fundinum, þar sem leitað verður eftir sjónarmiðum íbúanna og framtíðarsýn um uppbyggingu og skipulag bæjarins. Meira um þetta síðar.
Takið því frá laugardaginn 19. febrúar n.k. fyrir skemmtilega umræðu og þátttöku í að móta framtíðina okkar.