Endurauglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 - Lýsing

  Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.   Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.   Fyrirhugðu breyting er á Hafnar- og iðnaðarsvæði við Grundarfjarðarhöfn og á Framnesi. Fyrirhugað er að minnka hafnarsvæði að norðan og breyta í iðnaðarsvæði og athafnarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir að breyta iðnaðarsvæði á Framnesi í athafnarsvæði. Götur á fyllingu við sjó verði einnig lagfærðar til samræmis við staðfest deiliskipulag af svæðinu.

Jónsmessunæturganga á Klakk

Á Jónsmessunótt fljóta steinar á Klakkstjörn. Farið var frá Bárarfossi eftir merktri leið yfir Hrísfell og komið við á Klakkshaus og áð við Klakkstjörn um miðnætti. Ljómandi veður og góðir ferðafélagar. Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar er í Sögumiðstöðinni og aðstoðar ferðamenn eftir bestu getu. Facebooksíðan er mest á ensku en bent á ýmislegt sem gagnast öllum sem ferðast um Snæfellsnes.   Á Klakki á Jónsmessunótt. Séð til Kolgrafafjarðar.

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 34 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 103 ferm.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2015. Íbúðin er laus frá 1. ágúst nk.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað   

Sérmerkt svæði fyrir tjaldsvæði

Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Grundarfjarðar árétta að skv. 9. gr. lögreglusamþykktar Grundarfjarðar er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.  

Nýr skólastjóri ráðinn

Sigurður Gísli Guðjónsson hefur verið ráðinn sem skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar.   Sigurður Gísli hefur kennaramenntun og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og jafnframt viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Hann hefur sinnt umsjónarkennslu og var aðstoðarskólastjóri Höfðaskóla á Skagastönd. Ennfremur var hann deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Víkurskóla síðastliðin tvö ár. Sambýliskona hans er Halla Karen Gunnarsdóttir og eiga þau tvo syni.   Um leið og Sigurður Gísli er boðinn velkominn til starfa er Gerði Ólínu Steinþórsdóttur þökkuð góð störf við Grunnskóla Grundarfjarðar. Hún lætur af störfum í lok júlí og Sigurður Gísli tekur við.  

Rannsóknir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði

Blóðsýni verður framvegis tekið á mánudögum milli kl. 08:00 og 9:30. Beiðni frá lækni þarf alltaf að liggja fyrir. Æskilegt er að skjólstæðingar komi fyrir kl. 9:30 og séu fastandi.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Dagskrá 17. júní

Dagskrá 17. júní er að finna hér.    

Bæjarstjórnarfundur

187. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. júní 2015, kl. 16:30. 

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Bæjarskrifstofan lokar kl. 12:00 föstudaginn 19. júní nk. Grundarfjarðarbær gefur starfsmönnum sínum frí eftir hádegið þennan dag til að fagna þeim tímamótum að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi.   Grundarfjarðarbær býður einnig til hátíðardagskrár í Bæringsstofu í tilefni dagsins:     Kl: 14.00 Saga grundfirskra kvenna og aðkoma þeirra að uppbyggingu Grundarfjarðarbæjar. Myndasýning.   Kl: 15.00 Marta Magnúsdóttir segir frá og sýnir myndir frá ferð sinni á Norðurpólinn fyrr á þessu ári.   Kl: 17.00 Heimildarmyndin Svartihnjúkur, stríðssaga úr Eyrarsveit.