Kynningarfundur SSV

Kynningarfundur um þá vinnu sem SSV (Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi) hafa unnið á síðastliðnu ári verður í Sögumiðstöðinni í dag, miðvikudaginn 1. desember, kl. 17:00. Meðal efnis verður kynning á rannsókn um áhrif Hvalfjarðarganga, skýrsla um sameiningarmál á Vesturlandi og skýrsla um almenningssamgöngur. Fundurinn er öllum opinn.  

Heimsókn fulltrúa frá KSÍ

Fulltrúar KSÍ, þeir Eyjólfur Sverrisson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ og Jakob Skúlason, landshlutafulltrúi KSÍ, afhentu formlega þá gjöf sem fólst í lagninu gervigrassins á sparkvöllinn sem lagður hefur verið á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar.

Eitt lítið jólatré...

Í dag, miðvikudaginn 1.desember, kl. 18:00 er stefnt að því að kveikja á jólatrénu í miðbæ Grundarfjarðar (við heilsugæslustöðina). Mætum öll og sjáum jólaljósin tendruð ef veður leyfir!

Heimsókn KSÍ og gjöf vegna sparkvallarins

Miðvikudaginn 1. desember nk. kl. 11:00 koma Eyjólfur Sverrisson og fleiri forsvarsmenn KSÍ og munu við litla athöfn afhenda þá gjöf sem fólst í lagningu gervigrasvallarins á sparkvöll Grundfirðinga, en KSÍ  gekkst sl. vor og sumar fyrir átaki þar sem sveitarfélögum var boðið að þiggja lagningu gervigrass á sparkvelli. Boltar verða afhentir Grunnskóla Grundarfjarðar frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) auk þess sem sambandið færir Ungmennafélagi Grundarfjarðar gjafabréf. Á meðan á athöfninni stendur verður nemendum grunnskólans gefið frí til þess að vera viðstaddir athöfnina. Allir eru boðnir velkomnir á völlinn til að vera viðstaddir athöfnina.

Samstarf leik- og grunnskóla

Þriðjudaginn 30. nóvember fóru elstu nemendur leikskólans ásamt kennurum í heimsókn í grunnskólann. Þar tók Ragnheiður Þórarinsdóttir, aðstoðaskólastjóri, á móti þeim og sýndi þeim húsnæði skólans. Þessi heimsókn er liður í samstarfi leik- og grunnskóla til að auðvelda skiptin á milli skólastiganna. Að venju var vel tekið á móti þessum væntanlegu nemendum grunnskólans og voru þau ánægð með heimsóknina. Elstu börnin á Leikskólanum Sólvöllum í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar

Íbúar við Hlíðarveg athugið

Íbúar við Hlíðarveg eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem kunna að fylgja stífluðu holræsi í götunni. Skolphreinsunarbíll kemur í fyrramálið til að losa stífluna.   Skipulags- og byggingarfulltrúi

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2004

Á fjölskyldudegi kvenfélagsins þann 27. nóv. sl. var íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2004 kjörinn. Átta einstaklingar voru tilnefndir af hinum ýmsu deildum og félagasamtökum í bænum.

Prufufrétt

Kveðja frá ritsrjóra 

Fjölskyldudagur kvenfélagsins 2004

Fjölskyldudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á morgun, laugardaginn 27. nóv., kl. 14:00. Heitt súkkulaði og vöfflur verða til sölu sem og hinar ýmsu vörur í sölubásum.  

Íþróttamaður Grundarfjarðar

Í auglýsingu á kjöri íþróttamanns Grundarfjarðar 2004 í síðasta tölublaði Vikublaðisins Þeys var ranglega tekið fram að þetta væri í fyrsta sinn sem slíkt kjör færi fram. Tvisvar áður hefur íþróttamaður Grundarfjarðar verið kjörinn, árið 1986 Halldór Sigurjónsson fyrir valinu og árið 1987 Eva Jódís Pétursdóttir.   Íþrótta- og tómstundanefnd