Bæjarskrifstofan hefur undanfarnar vikur tekið við tilkynningum um skemmdir sem urðu í ofsaveðrinu á Þorláksmessu. Ljóst er að víða hefur orðið talsverð eyðilegging og í öllum tilfellum eru óþægindi og fyrirhöfn í nokkrum mæli. Rúðubrot eru áberandi bæði á bílum og í húsum. Þó nokkur tilfelli eru um skemmdir á lakki bíla og sömuleiðis á veggjum og þökum húsa. Tjón hafa verið tilkynnt við eftirtaldar götur í Grundarfirði: Borgarbraut, Eyrar-veg, Fagurhól, Fagurhólstún, Fellasneið, Grundargötu, Hrannarstíg, Nesveg, Smiðjustíg, Sólvelli, Sæból og Ölkelduveg. Þetta liggur fyrir samkvæmt þeim tilkynningum sem borist hafa og ljóst að nyrðri og vestari hlutar bæjarins hafa orðið fyrir allnokkru tjóni. Í dreifbýlinu er vitað um skemmdir á bæjunum Kverná og Nausti I. Þeir sem lentu í þessum skakkaföllum, hafa leitað til